John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2016 08:45 Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is. Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is.
Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira