Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2016 20:00 Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. Þar eru nefnilega skráð um 250 hús, um 360 kílómetrar af hápennulínum, um fjögur þúsund kílómetrar af vegum, en einnig átta virkjanir, sautján virkjunarlón og 35 stíflur. Stjórnvöld hafa þegar skilgreint hvað telst vera hálendi Íslands. Sú lína var dregin fyrir tæpum tuttugu árum, með gerð svæðisskipulags miðhálendis. Í grófum dráttum var miðað við mörk heimalanda og afrétta, og það er ekkert smáræði sem telst til miðhálendis, raunar um 40 prósent alls Íslands. Sú mynd sem flestir hafa sennilega af hálendinu eru gróðurlitlar auðnir, jöklar, sandbreiður, - landslag sem stendur að mestu óraskað. En þegar betur er að gáð finnast þar sennilega fleiri mannvirki en margur hyggur, og ekki bara vegslóðar heldur uppbyggðir vegir, mörghundruð skálar, og svo flestar stórvirkjanir landsins, með tilheyrandi stíflum, skurðum, lónum og háspennulínum.Uppbyggður og malbikaður vegur á Sprengisandsleið við hlið háspennulínu milli Sultartanga og Hrauneyja.Mynd/Stöð 2.En það er hreint ekki einfalt að átta sig á öllum hálendismannvirkjum því í stofnanakerfinu viðurkenna menn að enn vanti töluvert upp á skráninguna, sérstaklega varðandi skála og kofa, sem giskað hefur verið á að séu um 400 talsins. Á fasteignaskrá eru 244 hús á hálendinu, í stærstu flokkunum hesthús og sumarbústaðir, svefnskálar, snyrtingar, slysavarnaskýli, gistihús og þjónustumiðstöðvar. Stærstu mannvirkin að fermetratali eru þó stöðvarhús virkjana. Virkjanamannvirki, sem að hluta eða öllu leyti teljast vera á hálendinu, eru við Búrfell, Sultartanga, Búðarháls, Hrauneyjar, Sigöldu, Vatnsfell, Þórisvatn, Hágöngur og Kárahnjúka, sem og Kvíslaveita og Blönduvirkjun. Þetta eru átta virkjanir, stöðvarhús sumra teljast þó utan hálendis, en þeim fylgja 35 stíflur, allar á hálendinu, og sautján miðlunarlón. Þau eru: Bjarnalón, Blöndulón, Dratthalavatn, Eyvindarlón, Hágöngulón, Hálslón, Hrauneyjalón, Hreysislón, Kelduárlón, Krókslón, Kvíslavatn, Sauðafellslón, Sporðöldulón, Sultartangalón, Ufsárlón, Vatnsfellslón og Þjórsárlón - og spurning hvort Þórisvatn eigi einnig að teljast með. Og mannvirkin eru ekki bara í hálendisjaðrinum. Kvíslaveita er samheiti á tólf stíflum, sjö skurðum, botnrásum og lokumannvirkjum, og þau mynda alls fimm lón, og það í hjarta miðhálendisins neðan Þjórsárvera.Fagurt hálendisvatn eða ljótt miðlunarlón? Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það eru líka háspennulínur á hálendinu, 360 kílómetrar samtals, þær lengstu sunnan Langjökuls, milli Kaldadals og Hrauneyja, byggðalínan liggur um Fjallabaksleið nyrðri og einnig um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Samsíða línur eru ekki tvítaldar. Vegakerfi hálendisins er einnig fjölskrúðugt, búið er að gps-mæla fjögur þúsund kílómetra af slóðum. Vegagerðin hefur skilgreint 1.920 kílómetra sem landsvegi á hálendinu, 505 kílómetra sem stofnvegi og 105 kílómetrar af hálendisvegum eru þegar komnir með bundið slitlag. Svo getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort honum finnist hálendi Íslands ósnortið. En kannski er það umhugsunarvert að þrátt fyrir öll þessi mannvirki þá virðist sú ímynd haldast býsna sterk að hálendið sé ósnortið. Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03 Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. 19. mars 2016 07:00 Vilja miðhálendið á heimsminjaskrá Þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir þá staði sem ætlunin er að skrá sem heimsminjar UNESCO var lögð fram í dag. 18. mars 2016 11:42 Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30 Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Kvíslaveitur hafa verið vinsælar hjá veiðimönnum sem sækja á hálendið en þetta árið voru þær þó heldur seinar af stað. 4. ágúst 2015 13:00 Björk segir að brátt verði engin ósnortin náttúra á Íslandi Hægri menn á Íslandi kunna Björk litlar þakkir fyrir málflutning sinn í erlendum fjölmiðlum. 21. desember 2015 08:51 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. Þar eru nefnilega skráð um 250 hús, um 360 kílómetrar af hápennulínum, um fjögur þúsund kílómetrar af vegum, en einnig átta virkjanir, sautján virkjunarlón og 35 stíflur. Stjórnvöld hafa þegar skilgreint hvað telst vera hálendi Íslands. Sú lína var dregin fyrir tæpum tuttugu árum, með gerð svæðisskipulags miðhálendis. Í grófum dráttum var miðað við mörk heimalanda og afrétta, og það er ekkert smáræði sem telst til miðhálendis, raunar um 40 prósent alls Íslands. Sú mynd sem flestir hafa sennilega af hálendinu eru gróðurlitlar auðnir, jöklar, sandbreiður, - landslag sem stendur að mestu óraskað. En þegar betur er að gáð finnast þar sennilega fleiri mannvirki en margur hyggur, og ekki bara vegslóðar heldur uppbyggðir vegir, mörghundruð skálar, og svo flestar stórvirkjanir landsins, með tilheyrandi stíflum, skurðum, lónum og háspennulínum.Uppbyggður og malbikaður vegur á Sprengisandsleið við hlið háspennulínu milli Sultartanga og Hrauneyja.Mynd/Stöð 2.En það er hreint ekki einfalt að átta sig á öllum hálendismannvirkjum því í stofnanakerfinu viðurkenna menn að enn vanti töluvert upp á skráninguna, sérstaklega varðandi skála og kofa, sem giskað hefur verið á að séu um 400 talsins. Á fasteignaskrá eru 244 hús á hálendinu, í stærstu flokkunum hesthús og sumarbústaðir, svefnskálar, snyrtingar, slysavarnaskýli, gistihús og þjónustumiðstöðvar. Stærstu mannvirkin að fermetratali eru þó stöðvarhús virkjana. Virkjanamannvirki, sem að hluta eða öllu leyti teljast vera á hálendinu, eru við Búrfell, Sultartanga, Búðarháls, Hrauneyjar, Sigöldu, Vatnsfell, Þórisvatn, Hágöngur og Kárahnjúka, sem og Kvíslaveita og Blönduvirkjun. Þetta eru átta virkjanir, stöðvarhús sumra teljast þó utan hálendis, en þeim fylgja 35 stíflur, allar á hálendinu, og sautján miðlunarlón. Þau eru: Bjarnalón, Blöndulón, Dratthalavatn, Eyvindarlón, Hágöngulón, Hálslón, Hrauneyjalón, Hreysislón, Kelduárlón, Krókslón, Kvíslavatn, Sauðafellslón, Sporðöldulón, Sultartangalón, Ufsárlón, Vatnsfellslón og Þjórsárlón - og spurning hvort Þórisvatn eigi einnig að teljast með. Og mannvirkin eru ekki bara í hálendisjaðrinum. Kvíslaveita er samheiti á tólf stíflum, sjö skurðum, botnrásum og lokumannvirkjum, og þau mynda alls fimm lón, og það í hjarta miðhálendisins neðan Þjórsárvera.Fagurt hálendisvatn eða ljótt miðlunarlón? Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það eru líka háspennulínur á hálendinu, 360 kílómetrar samtals, þær lengstu sunnan Langjökuls, milli Kaldadals og Hrauneyja, byggðalínan liggur um Fjallabaksleið nyrðri og einnig um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Samsíða línur eru ekki tvítaldar. Vegakerfi hálendisins er einnig fjölskrúðugt, búið er að gps-mæla fjögur þúsund kílómetra af slóðum. Vegagerðin hefur skilgreint 1.920 kílómetra sem landsvegi á hálendinu, 505 kílómetra sem stofnvegi og 105 kílómetrar af hálendisvegum eru þegar komnir með bundið slitlag. Svo getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort honum finnist hálendi Íslands ósnortið. En kannski er það umhugsunarvert að þrátt fyrir öll þessi mannvirki þá virðist sú ímynd haldast býsna sterk að hálendið sé ósnortið.
Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03 Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. 19. mars 2016 07:00 Vilja miðhálendið á heimsminjaskrá Þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir þá staði sem ætlunin er að skrá sem heimsminjar UNESCO var lögð fram í dag. 18. mars 2016 11:42 Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30 Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Kvíslaveitur hafa verið vinsælar hjá veiðimönnum sem sækja á hálendið en þetta árið voru þær þó heldur seinar af stað. 4. ágúst 2015 13:00 Björk segir að brátt verði engin ósnortin náttúra á Íslandi Hægri menn á Íslandi kunna Björk litlar þakkir fyrir málflutning sinn í erlendum fjölmiðlum. 21. desember 2015 08:51 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03
Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. 19. mars 2016 07:00
Vilja miðhálendið á heimsminjaskrá Þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir þá staði sem ætlunin er að skrá sem heimsminjar UNESCO var lögð fram í dag. 18. mars 2016 11:42
Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. 18. desember 2015 22:30
Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Kvíslaveitur hafa verið vinsælar hjá veiðimönnum sem sækja á hálendið en þetta árið voru þær þó heldur seinar af stað. 4. ágúst 2015 13:00
Björk segir að brátt verði engin ósnortin náttúra á Íslandi Hægri menn á Íslandi kunna Björk litlar þakkir fyrir málflutning sinn í erlendum fjölmiðlum. 21. desember 2015 08:51
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00
Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40