Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2015 22:30 Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar og nefnir sem dæmi að skemmtiferðaskip á Akureyri geti ekki fengið rafmagn í höfn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti á fundi með fréttamönnum í gær verulegum áhyggjum af ástandi flutningskerfis raforku í landinu á sama tíma og fyrirtækið fyndi fyrir miklum áhuga á auknum raforkukaupum: „Eftirspurnin er meiri heldur en við ráðum við frá fjölbreyttum fyrirtækjum. Við þekkjum þessi kísilmálmfyrirtæki. Gagnaver eru í miklum vexti, fiskimjölsbræðslurnar eru að rafvæðast og svo erum við að sjá bara almenna notkun sem tengist á margan hátt ferðamennskunni,“ segir Hörður. En það er ekki nóg að reisa og reka virkjanir. Það þarf að koma orkunni til kaupenda og þar stendur hnífurinn í kúnni, að mati Landsvirkjunarmanna. „Byggðalínan er komin alveg að efri mörkum og það eru bara örfáir staðir á landinu í dag sem geta aukið raforkunotkun, sem er mikið áhyggjuefni held ég fyrir almenna atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni,“ segir Hörður og nefnir dæmi um atvinnurekstur: „Það er til dæmis rafvæðing fiskimjölsbræðslanna á Austurlandi. Frekari uppbygging á Akureyri. Og svo mætti lengi telja.“ Þannig snertir þetta einnig umhverfisvernd; að rafmagn leysi af olíubrennslu í fiskimjölsverksmiðjum og skipum sem liggja í höfn. „Til dæmis koma mikið af skemmtiferðaskipum á Akureyri. Það er útilokað að rafvæða þau, miðað við núverandi flutningskerfi.“ Og forstjórinn segist nánast þurfa að vísa öllum á stóriðjulóðir, eins og á Grundartanga. „Menn verða að fara inn á þessa staði þar sem stóriðjan er í dag, ef menn ætla að nýta raforku, því tengingarnar eru ekki til staðar,“ segir Hörður Arnarson.Skemmtiferðaskip á Akureyri verða að brenna olíu í höfn.Fréttablaðið/gva Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03 Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 07:00 Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. 20. mars 2014 18:45 Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Leggjast þarf í 77 milljarða króna uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi, að mati Landsnets. Flutningskerfið stenst ekki kröfur á ákveðnum hluta landsins sem gæti staðið byggðaþróun fyrir þrifum og valdið hættu. 25. febrúar 2013 06:00 Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið Landsnet boðar breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er slíkt að stórar ákvarðanir er varða náttúruna verður að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi, segir formaður SAF. 10. apríl 2015 07:00 Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00 Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar og nefnir sem dæmi að skemmtiferðaskip á Akureyri geti ekki fengið rafmagn í höfn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti á fundi með fréttamönnum í gær verulegum áhyggjum af ástandi flutningskerfis raforku í landinu á sama tíma og fyrirtækið fyndi fyrir miklum áhuga á auknum raforkukaupum: „Eftirspurnin er meiri heldur en við ráðum við frá fjölbreyttum fyrirtækjum. Við þekkjum þessi kísilmálmfyrirtæki. Gagnaver eru í miklum vexti, fiskimjölsbræðslurnar eru að rafvæðast og svo erum við að sjá bara almenna notkun sem tengist á margan hátt ferðamennskunni,“ segir Hörður. En það er ekki nóg að reisa og reka virkjanir. Það þarf að koma orkunni til kaupenda og þar stendur hnífurinn í kúnni, að mati Landsvirkjunarmanna. „Byggðalínan er komin alveg að efri mörkum og það eru bara örfáir staðir á landinu í dag sem geta aukið raforkunotkun, sem er mikið áhyggjuefni held ég fyrir almenna atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni,“ segir Hörður og nefnir dæmi um atvinnurekstur: „Það er til dæmis rafvæðing fiskimjölsbræðslanna á Austurlandi. Frekari uppbygging á Akureyri. Og svo mætti lengi telja.“ Þannig snertir þetta einnig umhverfisvernd; að rafmagn leysi af olíubrennslu í fiskimjölsverksmiðjum og skipum sem liggja í höfn. „Til dæmis koma mikið af skemmtiferðaskipum á Akureyri. Það er útilokað að rafvæða þau, miðað við núverandi flutningskerfi.“ Og forstjórinn segist nánast þurfa að vísa öllum á stóriðjulóðir, eins og á Grundartanga. „Menn verða að fara inn á þessa staði þar sem stóriðjan er í dag, ef menn ætla að nýta raforku, því tengingarnar eru ekki til staðar,“ segir Hörður Arnarson.Skemmtiferðaskip á Akureyri verða að brenna olíu í höfn.Fréttablaðið/gva
Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03 Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 07:00 Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. 20. mars 2014 18:45 Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Leggjast þarf í 77 milljarða króna uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi, að mati Landsnets. Flutningskerfið stenst ekki kröfur á ákveðnum hluta landsins sem gæti staðið byggðaþróun fyrir þrifum og valdið hættu. 25. febrúar 2013 06:00 Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið Landsnet boðar breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er slíkt að stórar ákvarðanir er varða náttúruna verður að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi, segir formaður SAF. 10. apríl 2015 07:00 Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00 Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03
Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 07:00
Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. 20. mars 2014 18:45
Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Leggjast þarf í 77 milljarða króna uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi, að mati Landsnets. Flutningskerfið stenst ekki kröfur á ákveðnum hluta landsins sem gæti staðið byggðaþróun fyrir þrifum og valdið hættu. 25. febrúar 2013 06:00
Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið Landsnet boðar breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er slíkt að stórar ákvarðanir er varða náttúruna verður að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi, segir formaður SAF. 10. apríl 2015 07:00
Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00
Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56
Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31