Landsbyggðin líður fyrir raflínuskort Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2015 22:30 Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar og nefnir sem dæmi að skemmtiferðaskip á Akureyri geti ekki fengið rafmagn í höfn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti á fundi með fréttamönnum í gær verulegum áhyggjum af ástandi flutningskerfis raforku í landinu á sama tíma og fyrirtækið fyndi fyrir miklum áhuga á auknum raforkukaupum: „Eftirspurnin er meiri heldur en við ráðum við frá fjölbreyttum fyrirtækjum. Við þekkjum þessi kísilmálmfyrirtæki. Gagnaver eru í miklum vexti, fiskimjölsbræðslurnar eru að rafvæðast og svo erum við að sjá bara almenna notkun sem tengist á margan hátt ferðamennskunni,“ segir Hörður. En það er ekki nóg að reisa og reka virkjanir. Það þarf að koma orkunni til kaupenda og þar stendur hnífurinn í kúnni, að mati Landsvirkjunarmanna. „Byggðalínan er komin alveg að efri mörkum og það eru bara örfáir staðir á landinu í dag sem geta aukið raforkunotkun, sem er mikið áhyggjuefni held ég fyrir almenna atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni,“ segir Hörður og nefnir dæmi um atvinnurekstur: „Það er til dæmis rafvæðing fiskimjölsbræðslanna á Austurlandi. Frekari uppbygging á Akureyri. Og svo mætti lengi telja.“ Þannig snertir þetta einnig umhverfisvernd; að rafmagn leysi af olíubrennslu í fiskimjölsverksmiðjum og skipum sem liggja í höfn. „Til dæmis koma mikið af skemmtiferðaskipum á Akureyri. Það er útilokað að rafvæða þau, miðað við núverandi flutningskerfi.“ Og forstjórinn segist nánast þurfa að vísa öllum á stóriðjulóðir, eins og á Grundartanga. „Menn verða að fara inn á þessa staði þar sem stóriðjan er í dag, ef menn ætla að nýta raforku, því tengingarnar eru ekki til staðar,“ segir Hörður Arnarson.Skemmtiferðaskip á Akureyri verða að brenna olíu í höfn.Fréttablaðið/gva Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03 Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 07:00 Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. 20. mars 2014 18:45 Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Leggjast þarf í 77 milljarða króna uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi, að mati Landsnets. Flutningskerfið stenst ekki kröfur á ákveðnum hluta landsins sem gæti staðið byggðaþróun fyrir þrifum og valdið hættu. 25. febrúar 2013 06:00 Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið Landsnet boðar breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er slíkt að stórar ákvarðanir er varða náttúruna verður að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi, segir formaður SAF. 10. apríl 2015 07:00 Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00 Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni er í fjötrum þar sem byggðalínan ber ekki lengur þá raforku sem fyrirtæki vilja kaupa. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar og nefnir sem dæmi að skemmtiferðaskip á Akureyri geti ekki fengið rafmagn í höfn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti á fundi með fréttamönnum í gær verulegum áhyggjum af ástandi flutningskerfis raforku í landinu á sama tíma og fyrirtækið fyndi fyrir miklum áhuga á auknum raforkukaupum: „Eftirspurnin er meiri heldur en við ráðum við frá fjölbreyttum fyrirtækjum. Við þekkjum þessi kísilmálmfyrirtæki. Gagnaver eru í miklum vexti, fiskimjölsbræðslurnar eru að rafvæðast og svo erum við að sjá bara almenna notkun sem tengist á margan hátt ferðamennskunni,“ segir Hörður. En það er ekki nóg að reisa og reka virkjanir. Það þarf að koma orkunni til kaupenda og þar stendur hnífurinn í kúnni, að mati Landsvirkjunarmanna. „Byggðalínan er komin alveg að efri mörkum og það eru bara örfáir staðir á landinu í dag sem geta aukið raforkunotkun, sem er mikið áhyggjuefni held ég fyrir almenna atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni,“ segir Hörður og nefnir dæmi um atvinnurekstur: „Það er til dæmis rafvæðing fiskimjölsbræðslanna á Austurlandi. Frekari uppbygging á Akureyri. Og svo mætti lengi telja.“ Þannig snertir þetta einnig umhverfisvernd; að rafmagn leysi af olíubrennslu í fiskimjölsverksmiðjum og skipum sem liggja í höfn. „Til dæmis koma mikið af skemmtiferðaskipum á Akureyri. Það er útilokað að rafvæða þau, miðað við núverandi flutningskerfi.“ Og forstjórinn segist nánast þurfa að vísa öllum á stóriðjulóðir, eins og á Grundartanga. „Menn verða að fara inn á þessa staði þar sem stóriðjan er í dag, ef menn ætla að nýta raforku, því tengingarnar eru ekki til staðar,“ segir Hörður Arnarson.Skemmtiferðaskip á Akureyri verða að brenna olíu í höfn.Fréttablaðið/gva
Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03 Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 07:00 Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. 20. mars 2014 18:45 Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Leggjast þarf í 77 milljarða króna uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi, að mati Landsnets. Flutningskerfið stenst ekki kröfur á ákveðnum hluta landsins sem gæti staðið byggðaþróun fyrir þrifum og valdið hættu. 25. febrúar 2013 06:00 Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið Landsnet boðar breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er slíkt að stórar ákvarðanir er varða náttúruna verður að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi, segir formaður SAF. 10. apríl 2015 07:00 Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00 Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ Undirskriftasöfnun á ensku á vef Gætum garðsins. 8. nóvember 2015 20:03
Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 07:00
Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. 20. mars 2014 18:45
Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Leggjast þarf í 77 milljarða króna uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi, að mati Landsnets. Flutningskerfið stenst ekki kröfur á ákveðnum hluta landsins sem gæti staðið byggðaþróun fyrir þrifum og valdið hættu. 25. febrúar 2013 06:00
Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið Landsnet boðar breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er slíkt að stórar ákvarðanir er varða náttúruna verður að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi, segir formaður SAF. 10. apríl 2015 07:00
Vill raflínu um Sprengisand Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif. 17. ágúst 2015 07:00
Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56
Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31