Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2015 21:40 Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“ Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira