Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 20:45 Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19
Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent