Vill raflínu um Sprengisand Sveinn Arnarsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Samkvæmt Landsneti fer best á því að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðamanna á ósnortnu víðerni hálendisins. vísir/gva Landsnet kynnti á föstudaginn var kerfisáætlun sína til næstu tíu ára. Leggur stofnunin til að lögð verði 220kV háspennulína þvert yfir hálendið og byggðalínan á Norður- og Austurlandi styrkt til þess að tryggja flutning á orku alls staðar á landinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur þessa umsvifamiklu vinnu hafa skilað sér í góðum tillögum. Í kerfisáætluninni skoðaði Landsnet tvær mismunandi leiðir á níu ólíka vegu. Annars vegar að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið og hins vegar að leggja nýja háspennulínu yfir Sprengisand. Allar þær tillögur sem Landsnet kannaði höfðu neikvæð áhrif á umhverfislæga þætti, þó misjafnlega eftir leiðum. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allir níu kostirnir sem voru til skoðunar koma til með að valda neikvæðum eða verulegum neikvæðum áhrifum á land, landslag og ásýnd og/eða lífríki. Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu,“ segir í skýrslu Landsnets.Sverrir Jan NorðfjörðSú uppbygging sem kom best út að mati Landsnets gerir ráð fyrir að hægt verði að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðalanga á ósnortnu víðerni hálendisins. „Byggt á faglegum viðmiðum, með tilliti til tæknilegra, umhverfislegra og hagrænna sjónarmiða þá telur Landsnet að leið frá Suðurlandi til Norðurlands um Sprengisand komi best út. Til þess að draga úr sýnileika línunnar á miðhálendinu, þá er mögulegt að leggja jarðstreng á allt að 50 km kafla. Miðað við aðra valkosti kann þessi leið að vera hagkvæmari en byggðaleiðin og leiða til víðtækari sáttar um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi. Sverrir Jan Norðfjörð, deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets, kynnti niðurstöður Landsnets á fundinum síðastliðinn föstudag. Sagði hann núverandi ástand í flutningi raforku milli landshluta óviðunandi. Ekki væri með góðu móti hægt að flytja raforku þar sem byggðalínan, sem liggur hringinn í kringum landið, er fulllestuð, að hans sögn. Líkti hann núverandi stöðu við rútu á vegi og að öll sæti væru nú þegar upptekin. Ef einhver þyrfti á raforku að halda til uppbyggingar atvinnu í landsbyggðunum væri undir hælinn lagt hvort hægt væri að flytja raforku á svæðið. Sverrir benti á að í rauninni væri flutningur á raforku líkur flutningum á mannfólki. Núverandi byggðalína væri eins og fyrstu þjóðvegir landsins. Munurinn væri hins vegar sá að mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins en byggðalínan væri barn síns tíma. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Landsnet kynnti á föstudaginn var kerfisáætlun sína til næstu tíu ára. Leggur stofnunin til að lögð verði 220kV háspennulína þvert yfir hálendið og byggðalínan á Norður- og Austurlandi styrkt til þess að tryggja flutning á orku alls staðar á landinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur þessa umsvifamiklu vinnu hafa skilað sér í góðum tillögum. Í kerfisáætluninni skoðaði Landsnet tvær mismunandi leiðir á níu ólíka vegu. Annars vegar að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið og hins vegar að leggja nýja háspennulínu yfir Sprengisand. Allar þær tillögur sem Landsnet kannaði höfðu neikvæð áhrif á umhverfislæga þætti, þó misjafnlega eftir leiðum. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allir níu kostirnir sem voru til skoðunar koma til með að valda neikvæðum eða verulegum neikvæðum áhrifum á land, landslag og ásýnd og/eða lífríki. Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu,“ segir í skýrslu Landsnets.Sverrir Jan NorðfjörðSú uppbygging sem kom best út að mati Landsnets gerir ráð fyrir að hægt verði að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðalanga á ósnortnu víðerni hálendisins. „Byggt á faglegum viðmiðum, með tilliti til tæknilegra, umhverfislegra og hagrænna sjónarmiða þá telur Landsnet að leið frá Suðurlandi til Norðurlands um Sprengisand komi best út. Til þess að draga úr sýnileika línunnar á miðhálendinu, þá er mögulegt að leggja jarðstreng á allt að 50 km kafla. Miðað við aðra valkosti kann þessi leið að vera hagkvæmari en byggðaleiðin og leiða til víðtækari sáttar um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi. Sverrir Jan Norðfjörð, deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets, kynnti niðurstöður Landsnets á fundinum síðastliðinn föstudag. Sagði hann núverandi ástand í flutningi raforku milli landshluta óviðunandi. Ekki væri með góðu móti hægt að flytja raforku þar sem byggðalínan, sem liggur hringinn í kringum landið, er fulllestuð, að hans sögn. Líkti hann núverandi stöðu við rútu á vegi og að öll sæti væru nú þegar upptekin. Ef einhver þyrfti á raforku að halda til uppbyggingar atvinnu í landsbyggðunum væri undir hælinn lagt hvort hægt væri að flytja raforku á svæðið. Sverrir benti á að í rauninni væri flutningur á raforku líkur flutningum á mannfólki. Núverandi byggðalína væri eins og fyrstu þjóðvegir landsins. Munurinn væri hins vegar sá að mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins en byggðalínan væri barn síns tíma.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira