Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá Svavar Hávarðsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Skráning hálendisins á heimsminjaskrá útilokar ekki uppbyggingu. fréttablaðið/vilhelm Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert Marshall, Bjartri framtíð, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu. Þingvellir og Surtsey eru einu staðirnir á Íslandi á heimsminjaskrá í dag. Í tilkynningu frá Helga Hjörvari segir að það hafi færst í vöxt að stór landsvæði og landslagsheildir séu tilnefnd í stað einstakra afmarkaðra svæða og „eðlilegt að yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri alþjóðlegu þróun og þess vegna er þingsályktunin lögð fram“. Í greinargerð með tillögunni segir að hin ósnortnu víðerni hálendisins búi yfir margvíslegu og sérstöku náttúrufari og og jarðfræði svæðisins sé einstök á heimsvísu. „Fá mannvirki er að finna á miðhálendinu sem gefur því aukið gildi meðal ósnortinna víðerna. Það felur í sér lífsgæði sem verða æ eftirsóknarverðari í nútímasamfélagi sem er náttúruupplifun, ómenguð af iðn- og tæknivæðingu samfélagsins. Þau mannvirki sem þar eru, svo sem vegir og virkjanir, eiga þó ekki að varna skráningu svæðisins og skráning þess kæmi ein og sér heldur ekki í veg fyrir frekari mannvirkjagerð þar, starf að endurheimt landgæða né nýtingu svæðisins til ferðalaga fólks og veiða, en mundi kalla á skipulag og áætlanir um hvernig Ísland hyggist vernda og hlúa að þeirri einstæðu perlu sem miðhálendið er.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira