Erlent

Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mörg hús skemmdust í skjálftanum en hér má sjá hvernig var umhorfs í þorpi í Kasmír-héraði á Indlandi eftir hann.
Mörg hús skemmdust í skjálftanum en hér má sjá hvernig var umhorfs í þorpi í Kasmír-héraði á Indlandi eftir hann. vísir/getty

Jarðskjálfti, 6,6 að styrk, skók hluta Asíu í dag. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá landamærum Afghanistan og Tajikistan klukkan hálf ellefu í morgun að íslenskum tíma. Þetta kemur fram á vef BBC.

Skjálftinn fannst til að mynda í Kabúl, Islamabad, Lahore, Dushanbe og Delhi. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa en aðeins er um hálft ár frá því að tæplega þrjúhundruð manns létust í kjölfar jarðskjálfta á sömu slóðum. Sá var 7,5 að styrk.

Talsverðar skemmdir urðu á byggingum víða. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Pakistan er einn látinn og um þrjátíu særðir eftir skjálftann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.