Erlent

Assad biður um aðstoð við að gera upp Palmyra

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar skemmdir hafa verið unnar á borginni.
Miklar skemmdir hafa verið unnar á borginni. Vísir/AFP
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur ritað bréf til Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana þar sem hann biður um aðstoð við að gera upp rústirnar í Palmyra.

Sýrlandsher hrakti liðsmenn ISIS frá borginni á dögunum þar sem tvö hof, turn og sigurbogi höfðu meðal annars verið eyðilögð. Þá voru fjölmargar styttur og ýmsir munir á safninu verið eyðilagðir.

Stór hluti rústanna standa þó enn, meðal annars stöplar og hringleikahúsið sem ISIS-liðar notuðu sem aftökustað á þeim tíu mánuðum sem þeir réðu yfir staðnum.

Forna borgin Palmyra er á heimsminjaskrá UNESCO.


Tengdar fréttir

Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra

Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×