Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2016 10:39 Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró. Vísir/AFP Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. Það sem við vitum um málið:Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró.55 farþegar af „ýmsum þjóðernum“ voru um borð, auk áhafnar, og var þeim flestum sleppt eftir að vélinni var lent.Erlendir miðlar segja sjö manns enn vera haldið um borð – fjórum áhafnarmeðlimum og þremur farþegum.Sherif Fathy, flugmálaráðherra Egyptalands, segir óljóst hvort sprengjubeltið sé ósvikið.Forseti Kýpur segir að ástæður flugráns mannsins tengist samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Konan er að sögn fjölmiðla mætt á staðinn til að taka þátt í viðræðum við flugræningjann.11:48 Gíslatökunni lokið - flugræninginn handtekinn Utanríkisráðuneyti Kýpur greinir frá því að gíslatökunni sé nú lokið og búið sé að handtaka manninn.Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 11:35 Fjórir til viðbótar fara úr vélinni Kýpverskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af því að maður í einkennisnúningi hafi farið úr flugstjórnarklefanum og flúið af vettvangi. Þá hafa verið birtar myndir af þremur til viðbótar sem fóru úr vélinni, niður tröppur. Óljóst er hvað margir eru eftir um borð í vélinni.#BREAKING At least four more people leave hijacked EgyptAir plane: AFP— AFP news agency (@AFP) March 29, 2016 11:28 Segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli Sumir fjölmiðlar segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli, beðið um túlk og krafist þess að hitta fyrrum eiginkonu sína sem búsett sé á Kýpur. Talsmenn egypskra yfirvalda hafna því að ræninginn hafi lagt fram kröfur.11:24 „Ekki í jafnvægi“Í frétt SVT er haft eftir kýpverska utanríkisráðuneytinu að ránið tengist ekki hryðjuverkastarfsemi og að flugræninginn virðist „ekki vera í jafnvægi“. Enn er óljóst um ástæður gíslatökunnar.11:11 Nálæg strönd rýmdAP greinir frá því að lögregla hafi rýmt strönd nærri þeim hluta flugvallarins þar sem vélin er.11:05 Viðræður við ræningjann standa enn yfirSamningaviðræður við flugræningjann standa enn yfir. Fréttir um kröfur hans eru misvísandi þar sem ýmist segir að hann hafi krafist þess að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, eða að hann krefjist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt.10:58 Eiga fjögur uppkomin börnCyprus Mail hefur eftir lögreglukonu að bréf sem ritað er á arabísku hafi verið afhent fyrrverandi eiginkonu mannsins. Að sögn er flugræninginn 52 ára og fyrrverandi eiginkona hans 51 árs. Þau eiga saman fjögur börn. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, á að hafa búið á Kýpur fram til ársins 1994.10:48 Flugræninginn nafngreindur Utanríkisráðuneyti Kýpur segir flugræningjann vera Seif Eldin Mustafa.The #hijacker of #MS181 is Seif Eldin Mustafa. The situation is still ongoing.— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 10:47 Krefst þess að föngum verði sleppt Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. Það sem við vitum um málið:Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró.55 farþegar af „ýmsum þjóðernum“ voru um borð, auk áhafnar, og var þeim flestum sleppt eftir að vélinni var lent.Erlendir miðlar segja sjö manns enn vera haldið um borð – fjórum áhafnarmeðlimum og þremur farþegum.Sherif Fathy, flugmálaráðherra Egyptalands, segir óljóst hvort sprengjubeltið sé ósvikið.Forseti Kýpur segir að ástæður flugráns mannsins tengist samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Konan er að sögn fjölmiðla mætt á staðinn til að taka þátt í viðræðum við flugræningjann.11:48 Gíslatökunni lokið - flugræninginn handtekinn Utanríkisráðuneyti Kýpur greinir frá því að gíslatökunni sé nú lokið og búið sé að handtaka manninn.Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 11:35 Fjórir til viðbótar fara úr vélinni Kýpverskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af því að maður í einkennisnúningi hafi farið úr flugstjórnarklefanum og flúið af vettvangi. Þá hafa verið birtar myndir af þremur til viðbótar sem fóru úr vélinni, niður tröppur. Óljóst er hvað margir eru eftir um borð í vélinni.#BREAKING At least four more people leave hijacked EgyptAir plane: AFP— AFP news agency (@AFP) March 29, 2016 11:28 Segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli Sumir fjölmiðlar segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli, beðið um túlk og krafist þess að hitta fyrrum eiginkonu sína sem búsett sé á Kýpur. Talsmenn egypskra yfirvalda hafna því að ræninginn hafi lagt fram kröfur.11:24 „Ekki í jafnvægi“Í frétt SVT er haft eftir kýpverska utanríkisráðuneytinu að ránið tengist ekki hryðjuverkastarfsemi og að flugræninginn virðist „ekki vera í jafnvægi“. Enn er óljóst um ástæður gíslatökunnar.11:11 Nálæg strönd rýmdAP greinir frá því að lögregla hafi rýmt strönd nærri þeim hluta flugvallarins þar sem vélin er.11:05 Viðræður við ræningjann standa enn yfirSamningaviðræður við flugræningjann standa enn yfir. Fréttir um kröfur hans eru misvísandi þar sem ýmist segir að hann hafi krafist þess að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, eða að hann krefjist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt.10:58 Eiga fjögur uppkomin börnCyprus Mail hefur eftir lögreglukonu að bréf sem ritað er á arabísku hafi verið afhent fyrrverandi eiginkonu mannsins. Að sögn er flugræninginn 52 ára og fyrrverandi eiginkona hans 51 árs. Þau eiga saman fjögur börn. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, á að hafa búið á Kýpur fram til ársins 1994.10:48 Flugræninginn nafngreindur Utanríkisráðuneyti Kýpur segir flugræningjann vera Seif Eldin Mustafa.The #hijacker of #MS181 is Seif Eldin Mustafa. The situation is still ongoing.— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 10:47 Krefst þess að föngum verði sleppt Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016
Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33
Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07