Hótar frekari kjarnorkutilraunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2016 23:20 Kim Jong-Un fylgist með eldflaugaskoti. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Einungis nokkrar vikur eru síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu verulega vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Hann segir markmið tilraunanna vera að tryggja framþróun langdrægra kjarnorkuflauga þeirra. Þar að auki er haft eftir einræðisherranum á ríkismiðli landsins að vísindamönnum Norður-Kóreu hafi tekist að framkvæma svokallað „re-entry“ kjarnorkuvopns á rannsóknarstofu. Það er endurkoma kjarnorkuvopns af braut um jörðu og aftur í gufuhvolfið.Kóreumenn segjast hafa getað minnkað kjarnorkuvopn svo það kæmist fyrir í eldflaug.Vísir/EPAVið slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Sé þetta rétt er um stórt skref að ræða í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu og gætu þeir ógnað gervöllu meginlandi Bandaríkjanna. Vitað er til þess að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum en burðir þeirra til að skjóta þeim á loft með eldflaugum hafa verið dregnir í efa af sérfræðingum. Fjölmargar hótanir hafa borist frá Norður-Kóreu undanfarnar vikur vegna áðurnefndra viðskiptaþvingana og heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þá hefur einnig verið dregið í efa að þeir geti minnkað kjarnorkuvopn svo mikið að það passi í eldflaug og gæti þolað „re-entry“. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að það vopn sé til og hér til hliðar má sjá mynd af því. Enska útgáfu af ríkismiðli Norður-Kóreu má finna hér, en tilkynningin sem um ræðir er ekki komin þar inn. Tengdar fréttir Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47 B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37 Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00 Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41 Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24 Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Einungis nokkrar vikur eru síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu verulega vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Hann segir markmið tilraunanna vera að tryggja framþróun langdrægra kjarnorkuflauga þeirra. Þar að auki er haft eftir einræðisherranum á ríkismiðli landsins að vísindamönnum Norður-Kóreu hafi tekist að framkvæma svokallað „re-entry“ kjarnorkuvopns á rannsóknarstofu. Það er endurkoma kjarnorkuvopns af braut um jörðu og aftur í gufuhvolfið.Kóreumenn segjast hafa getað minnkað kjarnorkuvopn svo það kæmist fyrir í eldflaug.Vísir/EPAVið slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Sé þetta rétt er um stórt skref að ræða í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu og gætu þeir ógnað gervöllu meginlandi Bandaríkjanna. Vitað er til þess að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum en burðir þeirra til að skjóta þeim á loft með eldflaugum hafa verið dregnir í efa af sérfræðingum. Fjölmargar hótanir hafa borist frá Norður-Kóreu undanfarnar vikur vegna áðurnefndra viðskiptaþvingana og heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þá hefur einnig verið dregið í efa að þeir geti minnkað kjarnorkuvopn svo mikið að það passi í eldflaug og gæti þolað „re-entry“. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að það vopn sé til og hér til hliðar má sjá mynd af því. Enska útgáfu af ríkismiðli Norður-Kóreu má finna hér, en tilkynningin sem um ræðir er ekki komin þar inn.
Tengdar fréttir Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47 B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37 Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00 Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41 Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24 Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47
B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37
Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00
Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41
Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24
Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27