Erlent

SeaWorld hættir að ala háhyrninga

Atli Ísleifsson skrifar
Sea World hefur verið sakað um að fara illa með dýrin.
Sea World hefur verið sakað um að fara illa með dýrin. Vísir/Getty
Bandaríski skemmtigarðurinn SeaWorld hefur tilkynnt að til standi að hætta að ala háhyrninga.

Mikill styr hefur staðið um ræktun SeaWorld þar sem garðurinn hefur verið sakaður um að fara illa með dýrin.

Með ákvörðuninni er ljóst að þeir háhyrningar sem nú eru í görðunum verða síðasta kynslóð háhyrninga sem verða þar til sýnis.

Í grein sem birtist í Los Angeles Times segir að þeir háhyrningar sem eftir eru myndu líklegast drepast, yrði þeim sleppt.

SeaWorld starfrækir nú tólf skemmtigarða víðs vegar í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×