Innlent

Áætlun um aðgerðir vegna mansalsmála verði endurskoðuð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu.
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir
Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að endurskoða áætlun um aðgerðir vegna mansalsmála. Það er meðal annars gert í framhaldi af ábendingum sem gerðar hafa verið á alþjóðavettvangi og hér á landi en einnig í breyttum áherslum í málaflokknum, m.a vinnumansali.

Þetta kemur fram í frétt á vef innanríkisráðuneytisins. Þar segir að mikilvægt sé að fara vel yfir þær ábendingar sem fram hafa komið í því máli sem hefur verið til umfjöllunar en þar er átt við vinnumansalsmálið í Vík í Mýrdal. Tekið verið mið af þeirri umbótavinnu sem framundan sé.

Þá er jafnframt tekið fram, vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi, að innanríkisráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum. Úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar. „Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis,“ segir í tilkynningunni.  




Tengdar fréttir

Mansalið í Vík talið þaulskipulagt

Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi.

Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna

Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til

Úr athvarfi aftur í Vík

Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×