Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. mars 2016 14:15 Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þjónustu til þolenda mansals við Kvennaathvarfið, þeirri þjónustu sem þar er veitt til þeirra og fjárhagsaaðstoðinni. Fjárhagsaðstoðin er aðeins ætluð fyrir brýnustu nauðsynjum og endurgreiðir velferðarráðuneytið sveitarfélögum útlagðan kostnað vegna erlendra ríkisborgara samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Kjör kvennana versnuðu við það að fara í skjól ríkisins. Afkoma þeirra á mánuði hjá ríkinu hefði orðið tuttugu þúsund krónur en ritstjórn hefur heimildir fyrir því að afkoma þeirra hafði verið aðeins meiri í meintri þrælkun hjá Vonta International.Fengu 761 krónu á dag Þau svör fengust frá velferðarráðuneytinu að sú fjárhagsaðstoð sem ríkið endurgreiði miðist við hvort einstaklingur greiði húsnæði og fæði sjálfur eða ekki. Endurgreiðslufjárhæðin til systranna var 761 króna á dag þar sem þær dvöldu í Kvennaathvarfinu, annars hefðu þær fengið 5071 krónu á dag. Velferðarráðuneytið gerði samning við Kvennaathvarfið í árslok 2014 um þjónustu við fórnarlömb. Markmið samningsins er að tryggja kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld.Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals Þetta fyrirkomuleg hefur verið gagnrýnt. Ekki fari vel á því að flokka þolendur aðeins eftir kyni. Þá þurfi að veita þeim betri þjónustu. Í tilfelli systranna heimsótti félagsráðgjafi þær reglulega, Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslukona þeirra, bendir á að það þurfi meira til og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að systurnar hafi yfirgefið landið vegna aðbúnaðar þeirra. Fjárhagsaðstoðin dugaði þeim alls ekki. Kristrún beindi einnig athygli stjórnvalda að því að þolendur mansals fá aðeins dvalarleyfi á sex mánaða umþóttunartíma sínum en hafa ekki tækifæri til atvinnu. Slíkt tækifæri gæti valdið úrslitaáhrifum þegar kemur að því að byggja upp þolendur mansals, ávinna traust þeirra og fá sögu þeirra fram til þess að tryggja rannsókn mála og sakfellingu. Þá hafa sérfræðingar í mansali gagnrýnt að kerfið miði við þolendur kynlífsmansal en ekki vinnumansal. Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þjónustu til þolenda mansals við Kvennaathvarfið, þeirri þjónustu sem þar er veitt til þeirra og fjárhagsaaðstoðinni. Fjárhagsaðstoðin er aðeins ætluð fyrir brýnustu nauðsynjum og endurgreiðir velferðarráðuneytið sveitarfélögum útlagðan kostnað vegna erlendra ríkisborgara samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Kjör kvennana versnuðu við það að fara í skjól ríkisins. Afkoma þeirra á mánuði hjá ríkinu hefði orðið tuttugu þúsund krónur en ritstjórn hefur heimildir fyrir því að afkoma þeirra hafði verið aðeins meiri í meintri þrælkun hjá Vonta International.Fengu 761 krónu á dag Þau svör fengust frá velferðarráðuneytinu að sú fjárhagsaðstoð sem ríkið endurgreiði miðist við hvort einstaklingur greiði húsnæði og fæði sjálfur eða ekki. Endurgreiðslufjárhæðin til systranna var 761 króna á dag þar sem þær dvöldu í Kvennaathvarfinu, annars hefðu þær fengið 5071 krónu á dag. Velferðarráðuneytið gerði samning við Kvennaathvarfið í árslok 2014 um þjónustu við fórnarlömb. Markmið samningsins er að tryggja kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld.Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals Þetta fyrirkomuleg hefur verið gagnrýnt. Ekki fari vel á því að flokka þolendur aðeins eftir kyni. Þá þurfi að veita þeim betri þjónustu. Í tilfelli systranna heimsótti félagsráðgjafi þær reglulega, Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslukona þeirra, bendir á að það þurfi meira til og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að systurnar hafi yfirgefið landið vegna aðbúnaðar þeirra. Fjárhagsaðstoðin dugaði þeim alls ekki. Kristrún beindi einnig athygli stjórnvalda að því að þolendur mansals fá aðeins dvalarleyfi á sex mánaða umþóttunartíma sínum en hafa ekki tækifæri til atvinnu. Slíkt tækifæri gæti valdið úrslitaáhrifum þegar kemur að því að byggja upp þolendur mansals, ávinna traust þeirra og fá sögu þeirra fram til þess að tryggja rannsókn mála og sakfellingu. Þá hafa sérfræðingar í mansali gagnrýnt að kerfið miði við þolendur kynlífsmansal en ekki vinnumansal.
Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59