Innlent

Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Systur, sem teknar voru mansali í Vík í Mýrdal, eru farnar úr landi að eigin ósk. Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. Erfitt geti reynst að rannsaka og sækja mál útlendinga í mansalsmálum fari þeir of snemma úr landi.

Konurnar tvær, sem fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu þann 18. febrúar síðastliðinn, fóru af landi brott aðfaranótt fimmtudags. Systurnar fengu skjól í kvennaathvarfinu.

Réttargæslumaður þeirra, Kristrún Elsa Harðardóttir, gagnrýndi meðferð kvennana og kom ítrekað með ábendingar til innanríkisráðuneytis um að úrræðin dygðu þeim ekki. Veruleg hætta væri á því að þær vildu fara úr landi. Viðvaranir hennar urðu til þess að áður en þær fóru tókst að taka af þeim skýrslu fyrir dómi.

Þolendur mansals hér á landi fá sex mánaða dvalarleyfi en ekki atvinnuleyfi. Sérfræðingar í mansali hér á landi telja það geta orðið til bóta fái þolendur tækifæri til þess að dvelja lengur á landinu. Fari þolendur úr landi sé hætt við að þeir lendi aftur í mansali. Skjól stjórnvalda þurfi að verða til þess að hægt sé að ná trausti þolenda.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.