Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 17:07 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal er laus úr varðhaldi en sætir farbanni til 1. apríl næstkomandi. Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því fyrir helgi, þar sem kveðið var á um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum. Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear. Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Sri Lanka. Að því er segir í úrskurði héraðsdóms hefur rannsókn lögreglu leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar framleiðsluvörur frá starfsstöð Vonta inn á heimili sitt í þeim tilgangi að láta konurnar tvær vinna þar ákveðna verkþætti í framleiðslunni auk heimilisstarfa. Leynd virðist hafa hvílt yfir þessari starfsemi á heimili mannsins. Konurnar tvær fengu aldrei launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Maðurinn segist þó í tvígang hafa sent peninga til móður þeirra tveggja og fjölskyldu. Hann neitar sök í málinu og segir konurnar tvær gesti hér á landi sem hafi af og til hjálpað til. Sá framburður er í úrskurðinum sagður í engu samræmi við aðra framburði og rannsóknargögn í málinu. Rannsóknargögn lögreglu eru jafnframt sögð benda til þess að brot mannsins séu þaulskipulögð, varði umtalsverða fjárhagslega hagsmuni og hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Mansal í Vík Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal er laus úr varðhaldi en sætir farbanni til 1. apríl næstkomandi. Hæstiréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því fyrir helgi, þar sem kveðið var á um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum. Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear. Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Sri Lanka. Að því er segir í úrskurði héraðsdóms hefur rannsókn lögreglu leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar framleiðsluvörur frá starfsstöð Vonta inn á heimili sitt í þeim tilgangi að láta konurnar tvær vinna þar ákveðna verkþætti í framleiðslunni auk heimilisstarfa. Leynd virðist hafa hvílt yfir þessari starfsemi á heimili mannsins. Konurnar tvær fengu aldrei launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Maðurinn segist þó í tvígang hafa sent peninga til móður þeirra tveggja og fjölskyldu. Hann neitar sök í málinu og segir konurnar tvær gesti hér á landi sem hafi af og til hjálpað til. Sá framburður er í úrskurðinum sagður í engu samræmi við aðra framburði og rannsóknargögn í málinu. Rannsóknargögn lögreglu eru jafnframt sögð benda til þess að brot mannsins séu þaulskipulögð, varði umtalsverða fjárhagslega hagsmuni og hafi staðið yfir í nokkurn tíma.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Reiðarslag fyrir lítið samfélag Sveitarstjórnarmaður í Vík segir mansalsmálið í Vík reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. 19. febrúar 2016 20:00
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59