Liðin í öðru til fjórða sæti töpuðu öll | Úrslit kvöldsins í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2016 19:00 Arsenal menn urðu að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld. Vísir/Getty Þetta var gott kvöld fyrir topplið Leicester City og Manchester United því liðin á milli þeirra í töflunni töpuðu öll leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham átti möguleika á því að komast í toppsætið en tapaði á móti West Ham. Arsenal tapaði sínum leik á heimavelli á móti Swansea City og Manchester City steinlá 3-0 á móti Liverpool á Anfield. Leicester City er því áfram með þriggja forystu á toppnum eftir þetta ótrúlega kvöld sem sannaði enn á nú hvað þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni ætlar að vera ófyrirsjáanlegt.Michail Antonio tryggði West Ham 1-0 sigur á Tottenham á Upton Park þegar hann skoraði strax á sjöundu mínútu. Það reyndist vera eina mark leiksins og Tottenham klikkað á gullnu tækifæri á að komast á toppinn.Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmark Swansea á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum en Arsenal komst í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Ashley Williams skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu frá Gylfa.Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley um síðustu helgi en City vann þá í vítakeppni. Liverpool vann báða deildarleiki liðanna í vetur og það með markatölunni 7-1. Liverpool fór aftur upp fyrir Chelsea og Evberton með þessum sigri og fór í raun alla leið upp á áttunda sætið. Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri tryggði Stoke 1-0 sigur á Newcastle með marki níu mínútum fyrir leikslok en Stoke er fyrir vikið í sjöunda sæti deildarinnar.Juan Mata bar fyrirliðaband Manchester United í fyrsta skiptið og þakkaði fyrir það með því að skora sigurmarkið á móti Watford með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Manchester United komst þar með upp að hlið nágranna sinna í Manchester City í fjórða sæti deildarinnar.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Swansea 1-2 1-0 Joel Campbell (15.), 1-1 Wayne Routledge (32.), 1-2 Ashley Williams (75.)Stoke - Newcastle 1-0 1-0 Xherdan Shaqiri (81.)West Ham - Tottenham 1-0 1-0 Michail Antonio (7.)Liverpool - Manchester City 3-0 1-0 Adam Lallana (34.), 2-0 James Milner (41.), 3-0 Roberto Firmino (57.),Manchester United - Watford 1-0 1-0 Juan Mata (83.) Enski boltinn Tengdar fréttir Juan Mata tryggði fjórða sigur United í röð | Sjáið sigurmarkið Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. 2. mars 2016 22:00 Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30 Tottenham mistókst að komast á toppinn Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld. 2. mars 2016 21:45 Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Þetta var gott kvöld fyrir topplið Leicester City og Manchester United því liðin á milli þeirra í töflunni töpuðu öll leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham átti möguleika á því að komast í toppsætið en tapaði á móti West Ham. Arsenal tapaði sínum leik á heimavelli á móti Swansea City og Manchester City steinlá 3-0 á móti Liverpool á Anfield. Leicester City er því áfram með þriggja forystu á toppnum eftir þetta ótrúlega kvöld sem sannaði enn á nú hvað þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni ætlar að vera ófyrirsjáanlegt.Michail Antonio tryggði West Ham 1-0 sigur á Tottenham á Upton Park þegar hann skoraði strax á sjöundu mínútu. Það reyndist vera eina mark leiksins og Tottenham klikkað á gullnu tækifæri á að komast á toppinn.Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmark Swansea á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum en Arsenal komst í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Ashley Williams skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu frá Gylfa.Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley um síðustu helgi en City vann þá í vítakeppni. Liverpool vann báða deildarleiki liðanna í vetur og það með markatölunni 7-1. Liverpool fór aftur upp fyrir Chelsea og Evberton með þessum sigri og fór í raun alla leið upp á áttunda sætið. Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri tryggði Stoke 1-0 sigur á Newcastle með marki níu mínútum fyrir leikslok en Stoke er fyrir vikið í sjöunda sæti deildarinnar.Juan Mata bar fyrirliðaband Manchester United í fyrsta skiptið og þakkaði fyrir það með því að skora sigurmarkið á móti Watford með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Manchester United komst þar með upp að hlið nágranna sinna í Manchester City í fjórða sæti deildarinnar.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Swansea 1-2 1-0 Joel Campbell (15.), 1-1 Wayne Routledge (32.), 1-2 Ashley Williams (75.)Stoke - Newcastle 1-0 1-0 Xherdan Shaqiri (81.)West Ham - Tottenham 1-0 1-0 Michail Antonio (7.)Liverpool - Manchester City 3-0 1-0 Adam Lallana (34.), 2-0 James Milner (41.), 3-0 Roberto Firmino (57.),Manchester United - Watford 1-0 1-0 Juan Mata (83.)
Enski boltinn Tengdar fréttir Juan Mata tryggði fjórða sigur United í röð | Sjáið sigurmarkið Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. 2. mars 2016 22:00 Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30 Tottenham mistókst að komast á toppinn Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld. 2. mars 2016 21:45 Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Juan Mata tryggði fjórða sigur United í röð | Sjáið sigurmarkið Spánverjinn Juan Mata skoraði eina markið á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. 2. mars 2016 22:00
Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea. 2. mars 2016 21:30
Tottenham mistókst að komast á toppinn Tottenham mistókst að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Tottenham tapaði 1-0 fyrir grönnum sínum í West Ham í kvöld. 2. mars 2016 21:45
Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45