Erlent

Mikið manntjón eftir fellibyl í Fiji

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fellibylurinn er sá stærsti sem gengið hefur yfir landið.
Fellibylurinn er sá stærsti sem gengið hefur yfir landið. vísir/epa
Að minnsta kosti tuttugu eru látnir og tugir slasaðir eftir að fellibylur reið yfir Fiji um helgina. Stormurinn er sá stærsti sem gengið hefur yfir landið en hann náði allt að níutíu metrum á sekúndu í mestu hviðunum.

Fellibylurinn olli gríðarlegu tjóni en ljósmyndir sýna hvernig heilu þorpin hafa nær þurrkast út. Mikið úrhelli hefur fylgt storminum og fór ölduhæð upp í tólf metra þegar mest lét.

Um áttatíu prósent heimila er án rafmagns og hafa þúsundir þurft að leita skjóls í neyðarskýlum sem opnuð voru víða um landið.  

Hreinsunarstarf hófst í morgun en búist er við að það geti tekið nokkurn tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.