Erlent

Ný mynd sýnir norðurpól Plútó

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona lítur norðurpóll Plútó út.
Svona lítur norðurpóll Plútó út. Mynd/NASA

Ísilagðir dalir norðurpóls Plútó eru greinilegir á nýrri mynd sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur gefið út.

Það var geimfarið New Horizons sem náði myndinni þegar það flaug nærri Plútó í júlí á síðasta ári. Fyrir miðju og til vinstri sést mikið gil eða gljúfur sem talið er vera allt að 72 kílómetrar að breidd.



Myndir frá New Horizons hafa sýnt fram á að víða á Plútó má finna gljúfur sem þykir benda til þess að á einhverjum tímapunkti hafi flekahreyfingar átt sér stað á Plútó.



New Horizons er enn að senda gögn frá Plútó heim til jarðar. Áætlanir gera ráð fyrir því að það muni taka um eitt ár að senda öll þau gögn er geimfarið safnaði á flugi sínu framhjá Plútó.



Nánar má lesa um myndina og það sem á henni sést á vef NASA.


Tengdar fréttir

Blár himinn og ís á Plútó

Myndir af dvergplánetunni og önnur gögn bárust til jarðar í síðustu viku og NASA kynnti niðurstöður rannsóknar á þeim gögnum í dag.

NASA birtir mynd af Plútó

Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×