New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Atli Ísleifsson skrifar 14. júlí 2015 12:05 Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. Vísir/GVA Geimfarið New Horizons flaug framhjá dvergreikistjörnunni Plútó í hádeginu í dag eftir fimm milljarða kílómetra og níu og hálfs árs ferðalag. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. „New Horizons mun senda sýnishorn af myndum síðum til jarðar annað kvöld. Næsta árið fer svo í að senda gögnin til jarðar. Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúrulega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt. Þetta er um 1 kílóbit á sekúndu sem berst frá geimfarinu til okkar. Það tekur því um klukkustund að senda eina mynd í góðri upplausn til jarðar. Gagnaflutningurinn tekur því marga mánuði og eitt og hálft ár í heildina. Þetta er því ekki beint eins og að „snappa“. Þetta er allavega svakalega spennandi og við hlökkum mikið til.“Tíminn líður hrattNew Horizons er fyrsta geimfarið sem flýgur framhjá Plútó og tuglum hans, en því var skotið á loft árið 2006 og hefur verið allan þennan tíma á leiðinni. „Það er svolítið skrítið þegar maður lítur til baka að nú sé þessi dagur loksins runninn upp. Maður fylgdist með geimskotinu og fannst óskaplega langt í þetta. En tíminn líður hratt og nú er þetta loks að gerast og maður er ekkert lítið spenntur,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að geimfarið taki myndir af Plútó í dag, kortleggi yfirborð hans og kynnist þeim ferlum sem móti dvergreikistjörnuna. „New Horizons mun einnig taka myndir af Karon, sem er stærsta tungl Plútós. Þetta er allt liður í því að læra um hvernig Plútó varð til og hvernig þessir hnettir sem eru þarna yst í „frystikistunni“ í sólkerfinu – hvernig þeir virka, hvernig efnasamsetning þeirra er og svo framvegis, hvaða sögu þeir hafa að segja um uppruna sólkerfsins og uppruna okkar þar af leiðandi líka.“Sögulegur dagurSævar Helgi segir þetta vera sögulegan dag þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem svona fjarlægur hnöttur sé heimsóttur og það marki bæði upphaf og enda. „Þetta markar upphaf rannsókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurnar. Eftir daginn í dag heldur New Horizons svo áfram út í geiminn. Í lok árs 2017 og ársbyrjun 2018 mun farið væntanlega fljúga framhjá öðrum hnetti í því sem kallast Kuipers-beltið, sem Plútó er stærsti hnötturinn í. Þá kemur í ljós hvort Plútó sé einstakur eða hvort þessir hnettir séu allir keimlíkir. Svo gæti New Horizons jafnvel flogið framhjá enn öðrum hnetti nokkru síðar. Leiðangrinum er sem sagt ekkert lokið, þó geimfarið fljúgi framhjá Plútó í dag. Næstu vikurnar mun geimfarið svo horfa til baka á Plútó og tunglin og fylgjast með þeim áfram.“Dagurinn meitlaður í steinAðspurður um myndatökuna af Plútó segir Sævar Helgi að búið sé að skipuleggja hverja einustu mínútu. „Það var gert árið 2009. Næstu skref eru sem sagt meitluð í stein. Nú er geimfarið sambandslaust við jörðina. Nú er það alveg á fullu að afla gagna og getur ekki talað við jörðina á meðan, þar sem það getur ekki gert tvennt í einu. Í nótt klukkan eitt mun New Horizons hringja heim og mun geimfarið vonandi greina frá því að það hafi lifað ferðalagið af. Svo fáum við vonandi fyrstu myndirnar klukkan sjö, annað kvöld. Ég er alla vega mjög spenntur,“ segir Sævar Helgi.Nánar má fræðast um ferðalag New Horizons á vef Stjörnufræðivefsins. Tengdar fréttir Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Geimfarið New Horizons flaug framhjá dvergreikistjörnunni Plútó í hádeginu í dag eftir fimm milljarða kílómetra og níu og hálfs árs ferðalag. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. „New Horizons mun senda sýnishorn af myndum síðum til jarðar annað kvöld. Næsta árið fer svo í að senda gögnin til jarðar. Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúrulega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt. Þetta er um 1 kílóbit á sekúndu sem berst frá geimfarinu til okkar. Það tekur því um klukkustund að senda eina mynd í góðri upplausn til jarðar. Gagnaflutningurinn tekur því marga mánuði og eitt og hálft ár í heildina. Þetta er því ekki beint eins og að „snappa“. Þetta er allavega svakalega spennandi og við hlökkum mikið til.“Tíminn líður hrattNew Horizons er fyrsta geimfarið sem flýgur framhjá Plútó og tuglum hans, en því var skotið á loft árið 2006 og hefur verið allan þennan tíma á leiðinni. „Það er svolítið skrítið þegar maður lítur til baka að nú sé þessi dagur loksins runninn upp. Maður fylgdist með geimskotinu og fannst óskaplega langt í þetta. En tíminn líður hratt og nú er þetta loks að gerast og maður er ekkert lítið spenntur,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að geimfarið taki myndir af Plútó í dag, kortleggi yfirborð hans og kynnist þeim ferlum sem móti dvergreikistjörnuna. „New Horizons mun einnig taka myndir af Karon, sem er stærsta tungl Plútós. Þetta er allt liður í því að læra um hvernig Plútó varð til og hvernig þessir hnettir sem eru þarna yst í „frystikistunni“ í sólkerfinu – hvernig þeir virka, hvernig efnasamsetning þeirra er og svo framvegis, hvaða sögu þeir hafa að segja um uppruna sólkerfsins og uppruna okkar þar af leiðandi líka.“Sögulegur dagurSævar Helgi segir þetta vera sögulegan dag þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem svona fjarlægur hnöttur sé heimsóttur og það marki bæði upphaf og enda. „Þetta markar upphaf rannsókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurnar. Eftir daginn í dag heldur New Horizons svo áfram út í geiminn. Í lok árs 2017 og ársbyrjun 2018 mun farið væntanlega fljúga framhjá öðrum hnetti í því sem kallast Kuipers-beltið, sem Plútó er stærsti hnötturinn í. Þá kemur í ljós hvort Plútó sé einstakur eða hvort þessir hnettir séu allir keimlíkir. Svo gæti New Horizons jafnvel flogið framhjá enn öðrum hnetti nokkru síðar. Leiðangrinum er sem sagt ekkert lokið, þó geimfarið fljúgi framhjá Plútó í dag. Næstu vikurnar mun geimfarið svo horfa til baka á Plútó og tunglin og fylgjast með þeim áfram.“Dagurinn meitlaður í steinAðspurður um myndatökuna af Plútó segir Sævar Helgi að búið sé að skipuleggja hverja einustu mínútu. „Það var gert árið 2009. Næstu skref eru sem sagt meitluð í stein. Nú er geimfarið sambandslaust við jörðina. Nú er það alveg á fullu að afla gagna og getur ekki talað við jörðina á meðan, þar sem það getur ekki gert tvennt í einu. Í nótt klukkan eitt mun New Horizons hringja heim og mun geimfarið vonandi greina frá því að það hafi lifað ferðalagið af. Svo fáum við vonandi fyrstu myndirnar klukkan sjö, annað kvöld. Ég er alla vega mjög spenntur,“ segir Sævar Helgi.Nánar má fræðast um ferðalag New Horizons á vef Stjörnufræðivefsins.
Tengdar fréttir Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58