Erlent

Milljónir deyja af völdum loftmengunar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flestir deyja af völdum loftmengunar í Kína.
Flestir deyja af völdum loftmengunar í Kína. vísir/getty
Rekja má 5,5 milljónir ótímabærra dauðsfalla á árinu 2013 til loftmengunar en þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í gær.

Meira en helmingur þeirra sem létust bjuggu í Indlandi og Kína en alls létust 1,6 milljónir manna vegna loftmengunar í Kína og 1,4 milljónir í Indlandi.

Rannsakendur líkja menguninni í þessum löndum við það sem gerðist í iðnbyltingunni í Bandaríkjunum og Evrópu: miklum og örum hagvexti fylgir mikil mengun.

Loftmengun getur valdið hjartasjúkdómum, lungnakrabbameini og ýmsum öndunarfærasjúkdómum en mengunin er meðal annars tilkomin vegna útblásturs frá verksmiðjum, farartækjum og brennslu kola.

Þannig er talið hátt í 400 þúsund manns hafi látist í Kína vegna kolabrennslu og í Indlandi var loftmengun vegna útblásturs talin hafa leitt til dauða um 900 þúsund einstaklinga.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×