Innlent

Allt að 70 dauðsföll á Íslandi á ári vegna mengunar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar.Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði.Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári.Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða.„Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll.„Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta

Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.