Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 23:05 Vladimir Pútín, forseti Rússlands vísir/getty „Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ Þetta sagði Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, í viðtali í dag en eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að ná vopnahléi í Sýrlandi í næstu viku. Ástandið í landinu versnar með hverjum deginum. Rússar, sem styðja Assad Sýrlandsforseta, hafa ekki látið af loftárásum sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á þær og þá eru bæði Tyrkir og Sádar að íhuga að senda hersveitir inn í Sýrland.Undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við völd eða ekkiÞeir styðja uppreisnarhópa gegn Assad forseta en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa einnig hreiðrað um sig víða í Sýrlandi og eins og kunnugt er er ríkjum heims mikið í mun að brjóta þau á bak aftur. Það er hins vegar mat margra að það sé ekki hægt nema að koma Assad fyrst úr forsetastólnum.Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretavísir/gettyHammond segir það undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi eða ekki. „Þetta veltur allt á því hvort að Rússar séu tilbúnir til þess að beita áhrifum sínum svo að Assad víki. Það er nákvæmlega sama staða og var uppi fyrir ári síðan,“ segir Hammond.11 milljónir Sýrlendinga á flóttaVopnahléið í Sýrlandi sem nokkur af stórveldum heims, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Rússland, komu sér saman um fyrir helgi var ekki samþykkt í samráði við Assad. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að reynt verði að koma á vopnahléi heldur einnig að hjálpargögnum verði komið til bágstaddra í Sýrlandi. Stríðið í landinu hefur kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Tengdar fréttir Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
„Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ Þetta sagði Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, í viðtali í dag en eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að ná vopnahléi í Sýrlandi í næstu viku. Ástandið í landinu versnar með hverjum deginum. Rússar, sem styðja Assad Sýrlandsforseta, hafa ekki látið af loftárásum sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á þær og þá eru bæði Tyrkir og Sádar að íhuga að senda hersveitir inn í Sýrland.Undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við völd eða ekkiÞeir styðja uppreisnarhópa gegn Assad forseta en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa einnig hreiðrað um sig víða í Sýrlandi og eins og kunnugt er er ríkjum heims mikið í mun að brjóta þau á bak aftur. Það er hins vegar mat margra að það sé ekki hægt nema að koma Assad fyrst úr forsetastólnum.Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretavísir/gettyHammond segir það undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi eða ekki. „Þetta veltur allt á því hvort að Rússar séu tilbúnir til þess að beita áhrifum sínum svo að Assad víki. Það er nákvæmlega sama staða og var uppi fyrir ári síðan,“ segir Hammond.11 milljónir Sýrlendinga á flóttaVopnahléið í Sýrlandi sem nokkur af stórveldum heims, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Rússland, komu sér saman um fyrir helgi var ekki samþykkt í samráði við Assad. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að reynt verði að koma á vopnahléi heldur einnig að hjálpargögnum verði komið til bágstaddra í Sýrlandi. Stríðið í landinu hefur kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi.
Tengdar fréttir Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53
50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13
Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00
Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59