Erlent

Hætta á stjórnarkreppu í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að Arseni Jatsenjuk forsætisráðherra kynni breytingar á ríkisstjórn sinni í dag.
Búist er við að Arseni Jatsenjuk forsætisráðherra kynni breytingar á ríkisstjórn sinni í dag. Vísir/AFP
Hætta er á að stjórnarkreppa skapist í Úkraínu og að nauðsynlegt verði að boða til þingkosninga í landinu.

Þingmenn hafa tryggt sér stuðning nægilega margra þingmanna til að greidd verði atkvæði um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Arseni Jatsenjuk forsætisráðherra.

Úkraínska fréttastofan Unian hefur áður greint frá því að þingmenn flokks Petró Pórósjenkó Úkraínuforseta segjast myndu greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni, kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hótaði í síðustu viku að fresta næstu lánagreiðslu upp á um 2.260 milljarða króna þar sem umbætur í landinu hafi gengið hægt og of lítið hafi verið gert í baráttunni gegn spillingu.

Landbúnaðarráðherra landsins segir ef stjórnin falli, kunni frekari lánagreiðslur að frestast þar til að ný ríkisstjórn tekur við völdum og hefur lagt fram nýja áætlun.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að búist sé við að Jatsenjuk muni kynna breytingar á ríkisstjórn sinni í dag í tilraun til að koma í veg fyrir nýjar kosningar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×