Erlent

Glasi kastað á Umbótaráðsfundi í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppþot varð á stjórnmálafundi í Úkraínu á mánudaginn þegarArsen Avakov, innanríkisráðherra, kastaði vatnsglasi að Saakashvili, ríkisstjóra Odessa. Þar var komið saman Umbótaráð Úkraínu og fóru þeir Avakov og Saakashvili að öskrá á hvorn annan. Avakov segir að hann hafi haldið aftur af sér og ekki barið Saakashvili.

Þess í stað kastaði hann vatnsglasi í áttina að honum.

Avakov segir að Saakashvili hafi verið að grípa fram í fyrir öllum meðlimum ráðsins og þar á meðal forsetanum, Petro PoroshenkoSaakashvili segir aftur á móti að honum hafi verið sýnd mikil vanvirðing af forsætisráðherranum og að honum hafi verið sagt að yfirgefa Úkraínu.

Í síðustu viku brutust út slagsmál í þingsal í Úkraínu þar sem stjórnarþingmaður lyfti forsætisráðherranum Arseny Yatsenyuk, sem þá var í ræðustól, og reyndi á halda á honum út úr þingsal.

Sjá einnig: Reyndi að halda á forsætisráðherra Úkraínu út úr þingsal

Samkvæmt frétt Guardian fara atvik sem þessi sífellt meira í taugarnar á íbúum Úkraínu, en þau eru nokkuð algeng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×