Erlent

Reyndi að halda á forsætisráðherra Úkraínu út úr þingsal

Atli Ísleifsson skrifar
Yatsenyuk var að ræða árlega skýrslu um störf ríkisstjórnarinnar þegar atvikið átti sér stað.
Yatsenyuk var að ræða árlega skýrslu um störf ríkisstjórnarinnar þegar atvikið átti sér stað. Vísir/AFP
Slagsmál brutust út í úkraínska þinginu í dag eftir að stjórnarþingmaður lyfti forsætisráðherranum Arseny Yatsenyuk, sem þá var í ræðustól, og reyndi á halda á honum út úr þingsal.

Oleg Barna byrjaði á því að færa Yatsenyuk rósabúnt áður en hann lyfti forsætisráðherranum. Barna á sæti í stjórnarmeirihluta sem styður Petró Pórósjenkó, forseta landsins.

Yatsenyuk var að ræða árlega skýrslu um störf ríkisstjórnarinnar þegar atvikið átti sér stað.

Sjá má atvikið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×