Erlent

Kosið í Iowa

Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram í dag.
Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram í dag. Vísir

Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig.

Kannanir benda til þess að auðkýfingurinn Donald Trump sé með forskot á Ted Cruz, helsta keppinaut sinn hjá Repbúblikönum en keppnin innan raða Demókrata er mun jafnari. Þar hefur Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú naumt forskot á Bernie Sanders, öldungardeildarþingmann frá Vermont.

Góð úrslit í Iowa eru talin mikilvæg upp á framhaldið, mikilvægt er að byrja vel í kapphlaupinu um útnefninguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.