Lars og Eiður Smári virða ákvörðun Arons að velja Bandaríkin Tómas Þór Þóraðrson skrifar 1. febrúar 2016 07:45 Aron Jóhannsson spilar í Evrópu og tók því ekki þátt í leiknum í gær. Þá er hann líka meiddur. vísir/getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira