Lars og Eiður Smári virða ákvörðun Arons að velja Bandaríkin Tómas Þór Þóraðrson skrifar 1. febrúar 2016 07:45 Aron Jóhannsson spilar í Evrópu og tók því ekki þátt í leiknum í gær. Þá er hann líka meiddur. vísir/getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Sjá meira