Frávísunarkröfu Bill Cosby hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2016 23:43 Cosby skömmu eftir að dómarinn hvað upp úrskurð sinn. vísir/getty Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka. Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka.
Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03