Jiangsu losaði sig við Sölva og Viðar og keypti tvo leikmenn fyrir 12 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 08:45 Alex Teixeira fór ekki til Liverpool heldur Kína. vísir/getty Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina. Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina.
Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04
Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30