Jiangsu losaði sig við Sölva og Viðar og keypti tvo leikmenn fyrir 12 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 08:45 Alex Teixeira fór ekki til Liverpool heldur Kína. vísir/getty Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina. Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina.
Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04
Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30