Jiangsu losaði sig við Sölva og Viðar og keypti tvo leikmenn fyrir 12 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 08:45 Alex Teixeira fór ekki til Liverpool heldur Kína. vísir/getty Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina. Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina.
Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04
Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30