Flóttafangarnir í Kaliforníu: "Hannibal Lecter gengur laus“ Atli ísleifsson skrifar 27. janúar 2016 10:25 Jonathan Tieu (20 ára), Bac Duong (43 ára) og Hossein Nayeri (37 ára). Mynd/lögregla í kaliforníu Lögregla í Kaliforníu leitar enn þriggja fanga sem sluppu úr fangelsi í ríkinu síðasta föstudag. Saksóknari líkir einum flóttafanganna við skáldsagnapersónuna og raðmorðingjann Hannibal Lecter. Í frétt VG kemur fram að alríkislögreglan FBI hafi heitið 400 þúsund Bandaríkjadölum til þess sem veiti upplýsingar sem leiða til þess að mennirnir verði gripnir. Föngunum, sem allir hafa verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldisbrot, tókst með ótrúlegum hætti að sleppa úr fangelsinu með því að brjóta sér leið inn í rými fyrir pípulagnir, saga sundur járnrimla og lagnir, komast upp á þak og síga þaðan niður með því að binda saman lök.Djöfullegur Saksóknari Heather Brown hefur nú gagnrýnt lögreglu fyrir leyfa einum mannanna, Hossein Nayeri, að sleppa, en Brown lýsir honum sem „djöfullegum“. Hún segist vera í áfalli vegna frétta af því að maðurinn, sem sé 37 ára, hafi sloppið. „Fyrstu viðbrögð mín voru „guð minn góður, þeir eru búnir að sleppa Hannibal Lecter“,“ segir Brown í samtali við Orange County Register og vísar þar til persónunnar sem Anthony Hopkins túlkaði í myndinni Lömbin þagna.Skáru getnaðarliminn af Nayeri var meðal annars sakfelldur fyrir frelsissvptingu og pyndingar. Árið 2012 á hann, ásamt hópi manna, að hafa rænt eiganda sölustaðar marijúana í Kaliforníu og reynt að kúga út úr honum fé. Á Nayeri að hafa slegið manninn með skammbyggu og pyndað hann með gasbrennara. Að lokum eiga þeir að hafa skorið getnaðarliminn af manninum. Lögregla leitar enn þeirra Nayeri, auk Jonathan Tieu og Bac Duong sem sagðir eru hafa tengsl við víetnamskar glæpaklíku í ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á rúmlega þrjátíu stöðum, en enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári mannanna.Cut steel screen in Mod F Tank where inmates were housed 2/5 #ocjailescape pic.twitter.com/Rf8mTEErp0— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Cut steel screen where inmates made access to plumbing tunnel from tank 3/5 #ocjailescape pic.twitter.com/xXb8ukD4Y7— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Roof area of CMJ where razor wire was compromised and is believed inmates repelled down to ground 4/5 #ocjailescape pic.twitter.com/IFf9p0CpMF— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Makeshift rope made with linens, utilized in escape 5/5 #ocjailescape pic.twitter.com/rWDIkONtxA— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Tengdar fréttir Þrír fangar struku úr hámarksöryggisfangelsi í Kaliforníu "Þetta hefur verið úthugsað og vel undirbúin áætlun,“ segir lögreglustjóri. 24. janúar 2016 09:46 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Lögregla í Kaliforníu leitar enn þriggja fanga sem sluppu úr fangelsi í ríkinu síðasta föstudag. Saksóknari líkir einum flóttafanganna við skáldsagnapersónuna og raðmorðingjann Hannibal Lecter. Í frétt VG kemur fram að alríkislögreglan FBI hafi heitið 400 þúsund Bandaríkjadölum til þess sem veiti upplýsingar sem leiða til þess að mennirnir verði gripnir. Föngunum, sem allir hafa verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldisbrot, tókst með ótrúlegum hætti að sleppa úr fangelsinu með því að brjóta sér leið inn í rými fyrir pípulagnir, saga sundur járnrimla og lagnir, komast upp á þak og síga þaðan niður með því að binda saman lök.Djöfullegur Saksóknari Heather Brown hefur nú gagnrýnt lögreglu fyrir leyfa einum mannanna, Hossein Nayeri, að sleppa, en Brown lýsir honum sem „djöfullegum“. Hún segist vera í áfalli vegna frétta af því að maðurinn, sem sé 37 ára, hafi sloppið. „Fyrstu viðbrögð mín voru „guð minn góður, þeir eru búnir að sleppa Hannibal Lecter“,“ segir Brown í samtali við Orange County Register og vísar þar til persónunnar sem Anthony Hopkins túlkaði í myndinni Lömbin þagna.Skáru getnaðarliminn af Nayeri var meðal annars sakfelldur fyrir frelsissvptingu og pyndingar. Árið 2012 á hann, ásamt hópi manna, að hafa rænt eiganda sölustaðar marijúana í Kaliforníu og reynt að kúga út úr honum fé. Á Nayeri að hafa slegið manninn með skammbyggu og pyndað hann með gasbrennara. Að lokum eiga þeir að hafa skorið getnaðarliminn af manninum. Lögregla leitar enn þeirra Nayeri, auk Jonathan Tieu og Bac Duong sem sagðir eru hafa tengsl við víetnamskar glæpaklíku í ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á rúmlega þrjátíu stöðum, en enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári mannanna.Cut steel screen in Mod F Tank where inmates were housed 2/5 #ocjailescape pic.twitter.com/Rf8mTEErp0— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Cut steel screen where inmates made access to plumbing tunnel from tank 3/5 #ocjailescape pic.twitter.com/xXb8ukD4Y7— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Roof area of CMJ where razor wire was compromised and is believed inmates repelled down to ground 4/5 #ocjailescape pic.twitter.com/IFf9p0CpMF— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016 Makeshift rope made with linens, utilized in escape 5/5 #ocjailescape pic.twitter.com/rWDIkONtxA— OC Sheriff, CA (@OCSD) January 24, 2016
Tengdar fréttir Þrír fangar struku úr hámarksöryggisfangelsi í Kaliforníu "Þetta hefur verið úthugsað og vel undirbúin áætlun,“ segir lögreglustjóri. 24. janúar 2016 09:46 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Þrír fangar struku úr hámarksöryggisfangelsi í Kaliforníu "Þetta hefur verið úthugsað og vel undirbúin áætlun,“ segir lögreglustjóri. 24. janúar 2016 09:46