Erlent

Þrír fangar struku úr há­marks­öryggis­fangelsi í Kali­forníu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fangarnir þrír sem struku.
Fangarnir þrír sem struku.
Þrír fangar struku úr hámarksöryggisfangelsi í Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum á föstudag. Þeirra er enn þá leitað. Fangarnir söguðu í sundur 1,3 sentímetra þykka járnrimla og sömuleiðis pípulagnir til að komast út úr fangelsinu. 

„Þetta hefur verið úthugsað og vel undirbúin áætlun,“ sagði lögreglustjóri í Orange County, þar sem fangelsið er, á blaðamannafundi í gær. Einhver uppþot urðu í fangelsinu sama kvöld sem seinkaði því að hvarf mannanna uppgötvaðist. Óljóst er hvort það hafi verið skipulagt.

Samkvæmt fangelsisyfirvöldum í Orange County komust mennirnir upp á þak fangelsisins þar sem ekki er reglubundið eftirlit. Þaðan létu þeir sig síga niður, utan fangelsismúranna, með einhverskonar heimatilbúnu reipi. 

Mennirnir voru klæddir í appelsínugula samfestinga síðast þegar þeir sáust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×