Klopp horfði ekki á vítakeppnina í gær og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 13:00 Jürgen Klopp fagnar sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Knattspyrnustjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jürgen Klopp, sá ekki sína menn vinna vítaspyrnukeppnina á móti Stoke City. Liverpool vann vítakeppnina 6-5 en Klopp horfði ekki á eitt víti hjá sínum mönnum. Klopp sá því ekki Emre Can skjóta í stöngina, þá Christian Benteke, Roberto Firmino, James Milner, Lucas og Joe Allen skora úr sínum spyrnum eða Belgann Simon Mignolet verja víti frá þeim Peter Crouch og Marc Muniesa.Sjá einnig:Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley „Ég sá ekki eitt víti. Ég var fyrir aftan vegg af mínum leikmönnum og fylgist með þaðan. Ég mun horfa á þetta seinna í sjónvarpinu en það var gaman að fylgjast með stuðningsfólkinu í staðinn,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn. Það sást líka á því að sjónvarpsvélunum á vellinum gekk ekki alltof vel að finna þýska stjórann á meðan vítakeppninni stóð. Hann er oftast miklu meira áberandi á hliðarlínunni en hann var á meðan vítakeppninni stóð í gærkvöldi. Klopp sagði frá því í viðtali við heimasíðu Liverpool af hverju hann horfði ekki á vítakeppnina. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Vanalega horfi ég á vítakeppnir en ef ég hefði stillt mér upp fyrir framan stúkuna þá hefðu áhorfendurnir í fyrstu röð ekki séð. Ég get ekki verið á hnjánum svona lengi. Ég sleit krossband fyrir tuttugu árum og er ekki enn orðinn hundrað prósent góður,“ sagði Klopp og bætti við: „Þess vegna sat ég á stól og gat ekki séð neitt. Mér leið samt vel þarna og það var gott að sjá bara fólkið. Við unnum á endanum án þess að ég horfði á og það var fyrir öllu,“ sagði Klopp. Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á Wembley 28. febrúar næstkomandi.Vítaspyrnukeppnina má sjá að neðan.„Nú munum við horfa á leik Everton og Manchester City. Þetta verður úrslitaleikur á milli liða frá norður Englandi. Wembley er góður staður til að spila og til að vinna en það er ekki sérstaklega gaman að tapa þar," sagði um leik kvöldsins en þá fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í hinni viðureigninni. Everton vann 2-1 sigur á Manchester City í fyrri leiknum og kemur því eins marks forskot inn í leikinn eins og Liverpool í gær. Manchester City skoraði aftur á móti mikilvægt útivallarmark í fyrri leiknum á Goodison Park. BBC segir frá því að Liverpool hafi nú fagnað sigri í 11 af síðustu 13 vítakeppnum sínum í öllum keppnum.Jürgen Klopp faðmar Simon Mignolet sem varði tvö víti í vítakeppninni.Vísir/GettyJürgen Klopp hrósaði Jon Flanagan eftir leik og talaði um hans sem besta leikmann síns liðs í leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00 Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Knattspyrnustjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jürgen Klopp, sá ekki sína menn vinna vítaspyrnukeppnina á móti Stoke City. Liverpool vann vítakeppnina 6-5 en Klopp horfði ekki á eitt víti hjá sínum mönnum. Klopp sá því ekki Emre Can skjóta í stöngina, þá Christian Benteke, Roberto Firmino, James Milner, Lucas og Joe Allen skora úr sínum spyrnum eða Belgann Simon Mignolet verja víti frá þeim Peter Crouch og Marc Muniesa.Sjá einnig:Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley „Ég sá ekki eitt víti. Ég var fyrir aftan vegg af mínum leikmönnum og fylgist með þaðan. Ég mun horfa á þetta seinna í sjónvarpinu en það var gaman að fylgjast með stuðningsfólkinu í staðinn,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn. Það sást líka á því að sjónvarpsvélunum á vellinum gekk ekki alltof vel að finna þýska stjórann á meðan vítakeppninni stóð. Hann er oftast miklu meira áberandi á hliðarlínunni en hann var á meðan vítakeppninni stóð í gærkvöldi. Klopp sagði frá því í viðtali við heimasíðu Liverpool af hverju hann horfði ekki á vítakeppnina. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Vanalega horfi ég á vítakeppnir en ef ég hefði stillt mér upp fyrir framan stúkuna þá hefðu áhorfendurnir í fyrstu röð ekki séð. Ég get ekki verið á hnjánum svona lengi. Ég sleit krossband fyrir tuttugu árum og er ekki enn orðinn hundrað prósent góður,“ sagði Klopp og bætti við: „Þess vegna sat ég á stól og gat ekki séð neitt. Mér leið samt vel þarna og það var gott að sjá bara fólkið. Við unnum á endanum án þess að ég horfði á og það var fyrir öllu,“ sagði Klopp. Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á Wembley 28. febrúar næstkomandi.Vítaspyrnukeppnina má sjá að neðan.„Nú munum við horfa á leik Everton og Manchester City. Þetta verður úrslitaleikur á milli liða frá norður Englandi. Wembley er góður staður til að spila og til að vinna en það er ekki sérstaklega gaman að tapa þar," sagði um leik kvöldsins en þá fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í hinni viðureigninni. Everton vann 2-1 sigur á Manchester City í fyrri leiknum og kemur því eins marks forskot inn í leikinn eins og Liverpool í gær. Manchester City skoraði aftur á móti mikilvægt útivallarmark í fyrri leiknum á Goodison Park. BBC segir frá því að Liverpool hafi nú fagnað sigri í 11 af síðustu 13 vítakeppnum sínum í öllum keppnum.Jürgen Klopp faðmar Simon Mignolet sem varði tvö víti í vítakeppninni.Vísir/GettyJürgen Klopp hrósaði Jon Flanagan eftir leik og talaði um hans sem besta leikmann síns liðs í leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00 Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00
Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00