Borgin gerir starfslokasamning við skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 18:59 Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla lét af störfum í dag vegna óvæginnar umræðu í hennar garð eins og segir í yfirlýsingu hennar og hefur Reykjavíkurborg gert við hana starfslokasamning. Hún segist bera hag barnanna í skólanum fyrir brjósti og kjósi því að láta af störfum. Ófremdarástand hefur verið í Melaskóla undanfarnar vikur og mánuði. Hópur kennara hefur sett fram ásakanir á hendur skólastjóranum um að hann væri vanhæfur í starfi . Án þess þó að nefna nokkur dæmi þar um. Skólaráð Melaskóla kom saman til fjölmenns fundar foreldra og starfsmanna klukkan fimm í dag, þar sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar las stutta yfirlýsingu frá skólastjóranum. Hún á 18 ára feril að baki sem skólastjórnandi en hóf störf í Melaskóla haustið 2013 og hefur nú gert starfslokasamning við borgina. „og það er í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað núna undanfarið sem hefur verið frekar óvæg í minn garð. Ástæðan er kannski fyrst og fremst að ég er að hugsa um hagsmuni barnanna í Melaskóla. Mér er annt um börnin í Melaskóla og mér er annt um skólasamfélagið í Melaskóla og tel að það þurfi að ríkja friður um skólastarfið,“ segir Dagný. Öll börn eigi það skilið. Mjög óræðar ásakanir í garð skólastjórans hafa birst í fjölmiðlum undanfarnar vikur án þess að skólastjórinn svaraði fyrir sig opinberlega fyrr en nú.Hvers vegna ekki? „Ég er þá fyrst og fremst alltaf að hugsa um hagsmuni barnanna og reyna að lágmarka þann skaða sem hefur gerst innan veggja skólans. Ég hugsa óskaplega hlýtt og falega til Melaskóla,“ segir skólastjórinn fráfarandi. Hún voni að nú skapist friður um skólastarfið en auðvitað hafi þetta reynst henni erfitt. „En ég er sátt í ljósi þeirra aðstæðna sem að eru og mun geta gengið frá borði með reisn. Ég hef ekki brotið af mér í starfi og ég hef ekki hlotið áminningu,“ segir Dagný. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vonar eins og Dagný að nú skapist friður í skólanum „Við erum í raun og veru ekki að horfa á sök. Við vitum að þetta er skólasamfélag bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum þar sem er ágreiningur og togstreita. En enn og aftur; ef menn hafa hag barnanna að leiðarljósi og gott skólastarf þá náum við áfram með það,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00 Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00 Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25 Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl v 22. janúar 2016 07:00
Foreldrafundir í Melaskóla vegna skólastjóradeilunnar Áfram verður fundað út vikuna og undirskriftum safnað við ályktun þess efnis að þrjátíu kennarar segi upp ef skólastjórinn snýr aftur úr leyfi. 18. janúar 2016 23:00
Kennarauppreisn í Melaskóla 30 kennarar hóta að hætta ef Dagný Annasdóttir tekur aftur við sem skólastjóri Melaskóla. 18. janúar 2016 13:25
Dagný hættir sem skólastjóri Starf skólastjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. 28. janúar 2016 16:58