Kennarauppreisn í Melaskóla Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2016 13:25 Foreldrar barna í Melaskóla hafa þungar áhyggjur af því hvað mun gerast ef Dagný Annasdóttir kemur aftur til starfa sem skólastjóri. „Við getum lítið tjáð okkur um um þessa stöðu þá hvað varðar einstaklinga,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Bekkjafulltrúar allra bekkja í Melaskóla hafa samþykkt ályktun, sem þau vilja kynna öllum foreldrum í skólanum og fá sem flestar undirskriftir. Málið er umdeilt en ályktunin gengur út á að ekki verði við það búið að Dagný Annasdóttir komi aftur til starfa 1. apríl, en hún er nú í veikindaleyfi, en því lýkur 31. mars.Ályktun bekkjafulltrúa.Vísir greindi frá alvarlegu ástandi sem upp var komið í Melaskóla fyrir nokkru. Eins og Vísir greindi frá hafa 30 kennarar skrifað bréf til Skóla- og frístundaráðs þar sem fram kemur að ef Dagný muni halda áfram sem skólastjóri, þá muni þeir segja upp. Um er að ræða ríflega 3/4 hluta kennara. Staðan er flókin, viðkvæm og hafa heimildarmenn Vísis talað um mannlegan harmleik í því samhengi. Dagný mun hafa dregið fyrirhugaða eineltiskæru á hendur hópnum til baka, að sinni. Helgi segir stöðuna grafalvarlega. „Áhyggjur foreldra af því að 30 kennarar muni hugsanlega hverfa frá störfum er skiljanleg. Þetta er grafalvarleg staða og fáheyrð. Við vinnum að fullum heilindum að því að finna lausn þessum vanda og þá með heill og hag nemenda og skólastarfsemi í Melaskóla að leiðarljósi. Að tryggja frið um starfið,“ segir Helgi Grímsson. Ellert Borgar Þorvaldsson tók við stjórn skólans þegar Dagný hvarf af vettvangi en hann hefur stöðu afleysingarskólastjóra. Óvíst er hvað gerist 1. apríl. Tengdar fréttir Skólastjóraskipti í Melaskóla eftir verulegar væringar Rottugangur var í skólanum í haust og ganga kærur og klögumál á víxl. 1. desember 2015 15:21 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
„Við getum lítið tjáð okkur um um þessa stöðu þá hvað varðar einstaklinga,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Bekkjafulltrúar allra bekkja í Melaskóla hafa samþykkt ályktun, sem þau vilja kynna öllum foreldrum í skólanum og fá sem flestar undirskriftir. Málið er umdeilt en ályktunin gengur út á að ekki verði við það búið að Dagný Annasdóttir komi aftur til starfa 1. apríl, en hún er nú í veikindaleyfi, en því lýkur 31. mars.Ályktun bekkjafulltrúa.Vísir greindi frá alvarlegu ástandi sem upp var komið í Melaskóla fyrir nokkru. Eins og Vísir greindi frá hafa 30 kennarar skrifað bréf til Skóla- og frístundaráðs þar sem fram kemur að ef Dagný muni halda áfram sem skólastjóri, þá muni þeir segja upp. Um er að ræða ríflega 3/4 hluta kennara. Staðan er flókin, viðkvæm og hafa heimildarmenn Vísis talað um mannlegan harmleik í því samhengi. Dagný mun hafa dregið fyrirhugaða eineltiskæru á hendur hópnum til baka, að sinni. Helgi segir stöðuna grafalvarlega. „Áhyggjur foreldra af því að 30 kennarar muni hugsanlega hverfa frá störfum er skiljanleg. Þetta er grafalvarleg staða og fáheyrð. Við vinnum að fullum heilindum að því að finna lausn þessum vanda og þá með heill og hag nemenda og skólastarfsemi í Melaskóla að leiðarljósi. Að tryggja frið um starfið,“ segir Helgi Grímsson. Ellert Borgar Þorvaldsson tók við stjórn skólans þegar Dagný hvarf af vettvangi en hann hefur stöðu afleysingarskólastjóra. Óvíst er hvað gerist 1. apríl.
Tengdar fréttir Skólastjóraskipti í Melaskóla eftir verulegar væringar Rottugangur var í skólanum í haust og ganga kærur og klögumál á víxl. 1. desember 2015 15:21 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Skólastjóraskipti í Melaskóla eftir verulegar væringar Rottugangur var í skólanum í haust og ganga kærur og klögumál á víxl. 1. desember 2015 15:21