Innlent

Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/GVA

Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri í samtali við fréttastofu.

Sigríður segir að mál mannins verði rannsakað af nefnd sérfróðra manna sem taki afstöðu til þess hvort rétt sé að veita lausn að fullu eða láta viðkomandi taka aftur við embætti.

Ákvörðun lögreglustjóra er kæranleg til innanríkisráðherra innan þriggja mánaða frá og með deginum í dag.


Tengdar fréttir

Þrálátur orðrómur um leka vakti grun

Grunur leikur á að lögreglumaður hafi fengið greitt fyrir upplýsingar til brotahópa. "Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af,“ segir lögreglustjóri og minnir á að málið sé enn í rannsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.