Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 15:54 Maðurinn hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. vísir/heiða Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekki hafa fleiri verið handteknir í tengslum við málið að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, en embætti ríkissaksóknara fer með rannsókn málsins. Hann getur hins vegar ekki tjáð sig um hvort að fleiri einstaklingar séu grunaðir um aðild að málinu. Húsleit var gerð bæði heima hjá lögreglumanninum og manninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við handtökur þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af samtali mannanna tveggja lykilgagn í málinu og varð til þess að lögreglumaðurinn var handtekinn milli jóla og nýárs og hinn maðurinn svo í kjölfarið.Eiga eftir að taka ákvörðun um hvort lögreglumaðurinn verði leystur frá störfum Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mál lögreglumannsins sé nú í skoðun þar sem taka þarf ákvörðun um það hvort hann verði leystur frá störfum á grundvelli laga um opinbera starfsmenn. Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og sat í einangrun á Litla-Hrauni vegna rannsóknarhagsmuna þar til í dag. Afar fátítt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Maðurinn er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en ekki hafa fengist frekari upplýsingar um sakarefnið. Lögreglumaðurinn neitar sök. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Reyndur fíkniefnalögreglumaður grunaður um alvarleg brot í starfi situr í einangrun á Litla Hrauni. Mál hans hefur átt sér nokkurn aðdraganda og fíkniefnadeild hefur verið undir smásjánni um nokkurn tíma. 6. janúar 2016 20:00 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekki hafa fleiri verið handteknir í tengslum við málið að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, en embætti ríkissaksóknara fer með rannsókn málsins. Hann getur hins vegar ekki tjáð sig um hvort að fleiri einstaklingar séu grunaðir um aðild að málinu. Húsleit var gerð bæði heima hjá lögreglumanninum og manninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við handtökur þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af samtali mannanna tveggja lykilgagn í málinu og varð til þess að lögreglumaðurinn var handtekinn milli jóla og nýárs og hinn maðurinn svo í kjölfarið.Eiga eftir að taka ákvörðun um hvort lögreglumaðurinn verði leystur frá störfum Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mál lögreglumannsins sé nú í skoðun þar sem taka þarf ákvörðun um það hvort hann verði leystur frá störfum á grundvelli laga um opinbera starfsmenn. Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og sat í einangrun á Litla-Hrauni vegna rannsóknarhagsmuna þar til í dag. Afar fátítt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Maðurinn er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en ekki hafa fengist frekari upplýsingar um sakarefnið. Lögreglumaðurinn neitar sök.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Reyndur fíkniefnalögreglumaður grunaður um alvarleg brot í starfi situr í einangrun á Litla Hrauni. Mál hans hefur átt sér nokkurn aðdraganda og fíkniefnadeild hefur verið undir smásjánni um nokkurn tíma. 6. janúar 2016 20:00 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Reyndur fíkniefnalögreglumaður grunaður um alvarleg brot í starfi situr í einangrun á Litla Hrauni. Mál hans hefur átt sér nokkurn aðdraganda og fíkniefnadeild hefur verið undir smásjánni um nokkurn tíma. 6. janúar 2016 20:00
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22