Innlent

Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 15. janúar.
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 15. janúar. Vísir/GVA
Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. janúar er afar vel þekktur úr fíkniefnaheiminum. Hann hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni þrátt fyrir að hafa hlotið fjölmarga dóma, flesta minniháttar.

Maðurinn hlaut fyrst þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm árið 2001 fyrir fíkniefnalagabrot. Árið 2007 hlaut hann 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að brjóta meðal annars vopnalög.

Hann hefur endurtekið greitt sektir fyrir umferðarlaga, fíkniefna og vopnalagabrot. Þá hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm árið 2010 þegar hann var tekinn með tæpt kíló af hassi í bíl sínum.

Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumanninn sem látinn var laus úr gæsluvarðhaldi í dag. Meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur. 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.