Erlent

Loks farið að sjá fyrir endann á ebólufaraldrinum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Búist er við að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsi yfir lokum ebólufaraldursins í Vestur-Afríku á morgun þegar liðnir verða fjörutíu og tveir dagar frá því að nýtt tilfelli hefur greinst, sem er meðgöngutími veirunnar. Yfir ellefu þúsund manns hafa orðið veirunni að bráð frá því hún greindist fyrst fyrir um tveimur árum síðan.

Ekki hafa borist fregnir af nýjum tilfellum í Líberíu undanfarnar vikur, sem er eina landið sem enn tekst á við faraldrinum. Honum lauk formlega í Gíneu í lok síðasta árs, og í Síerra Leóne í nóvember.

Sérfræðingar segja að þrátt fyrir að loks sé farið að sjá fyrir endannn á sjúkdómnum þurfi stjórnvöld nú að ráðast í að efla innviði heilbrigðiskerfisins ásamt því sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þurfi að koma upp varanlegri miðstöð í ríkjunum þremur. Halda þurfi áfram að rannsaka veiruna svo hægt verði að finna lækningu við henni.

Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin jafnframt varað við því að ný tilfelli geti komið upp aftur. Til að mynda hafi stofnunin lýst yfir lokum veirunnar í maí og september í Líberíu, en í bæði skiptin greindust ný tilfelli.


Tengdar fréttir

Dregið alveg úr viðbúnaði á Íslandi vegna ebólu

Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna ebólusjúkdómsins að fullu á Landspítalanum. Viðbragðsteymið sem var sett saman í september 2014 er nú ekki virkt og hafa upplýsingaskilti um sjúkdóminn verið tekin niður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.