Innlent

Dregið alveg úr viðbúnaði á Íslandi vegna ebólu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ebólufaraldurinn er nú nærri allur. Dregið hefur verið úr öllum viðbúnaði á Íslandi.
Ebólufaraldurinn er nú nærri allur. Dregið hefur verið úr öllum viðbúnaði á Íslandi. Nordicphotos/AFP
Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna ebólusjúkdómsins að fullu á Landspítalanum. Viðbragðsteymið sem var sett saman í september 2014 er nú ekki virkt og hafa upplýsingaskilti um sjúkdóminn verið tekin niður.

Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarna, segir hámarksviðbúnað hafa verið fyrstu sex mánuðina.

„Eftir því sem faraldurinn þróaðist lækkuðum við viðbúnaðarstigið og héldum færri æfingar,“ segir Ólafur.

Ólafur segir viðbúnaðinn vegna sjúkdómsins hafa verið nauðsynlegan þrátt fyrir að smit hafi aldrei borist.

„Þarna kemur upp hætta sem er frábrugðin öllu sem áður hefur komið. Við þurftum að undirbúa spítalann undir vá sem heilbrigðiskerfið er ekki vant að takast á við,“ segir Ólafur.

Ebólu hefur nú nærri verið útrýmt í Vestur-Afríku þar faraldurinn geisaði. Yfirvöld í Gíneu lýstu því yfir í gær að landið væri nú fullkomlega laust við sjúkdóminn en landið er eitt þriggja ríkja þar sem 28.602 smit af 28.638 greindust síðastliðin tvö ár. Hin tvö ríkin eru Síerra Leóne og Líbería en einnig hefur tekist að ráða niðurlögum ebólu í fyrrnefnda ríkinu.

Alls hafa 11.315 látist í ebólufaraldri síðustu tveggja ára. Þar af 11.308 í ríkjunum þremur. 


Tengdar fréttir

Bakslag í baráttunni við ebólu

Fimm ný tilfelli veirunnar gefa til kynna að ebóla kunni að hafa legið í dvala svo mánuðum skipti og geti lifað einkennislaus í hýslum sem smiti enn út frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×