Obama dró fram jákvæðu hliðarnar í stefnuræðunni Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðustól, þar sem hann flytur síðustu stefnuræðuna í forsetatíð sinni. Í ræðunni horfði hann til framtíðar. Fréttablaðið/EPA Síðasta stefnuræða Baracks Obama snerist um framtíðina, frekar en að einblína á þau mál sem hann vildi helst geta lokið við síðasta ár sitt í embættinu. Hann lagði áherslu á að vekja bjartsýni meðal Bandaríkjamanna og draga úr ótta við umheiminn og óvini hvers konar. „Við skulum byrja á efnahagnum,“ sagði hann snemma í ræðu sinni, „og einni grundvallarstaðreynd: Bandaríkin eru einmitt núna með öflugasta og haldbesta hagkerfi veraldar.“ Síðan kom að hernaðarmálunum: „Bandaríkin eru valdamesta þjóð á jörðu,“ sagði forsetinn. „Við verjum meira fé í herinn en næstu átta ríki samanlagt. Hermenn okkar eru besta herlið í sögu heimsins. Engin þjóð dirfist að ráðast á okkur eða bandamenn okkar vegna þess að þær vita að það væri leiðin til glötunar.“ Hann sagðist meira að segja ætla að sjá til þess að Bandaríkin gætu fundið lækningu við krabbameini: „Í þágu ástvina sem við höfum öll misst, í þágu fjölskyldunnar sem við getum enn bjargað, þá skulum við gera Bandaríkin að því landi sem læknar krabbamein í eitt skipti fyrir öll.“ Í ræðunni skoraði Obama á þingið, sem hefur verið honum ákaflega andsnúið í flestum atriðum, að fallast á ýmis þau mál sem hann hefur lagt áherslu á. Þar má nefna lokun Guantanamo-fangabúðanna á Kúbu, en í fyrstu stefnuræðu sinni árið 2009 hét Obama því að loka þessum alræmdu fangabúðum. Þá skorar hann á þingið að gefa heimild til hernaðar gegn vígasveitum Daish-samtakanna í Sýrlandi og Írak. Enn fremur vonast hann til að geta sannfært þingið um að aflétta viðskiptabanni gegn Kúbu, sem hefur verið í gildi í meira en hálfa öld. Með ræðunni virðist hann vilja gefa tóninn fyrir forsetakosningarnar í nóvember á þessu ári, þegar Bandaríkjamenn velja arftaka hans. Andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum gáfu lítið fyrir ræðuna: „Þetta var afneitunaræða frekar en stefnuræða,“ sagði Ted Cruz, ríkisstjóri í Texas, sem sækist eftir því að verða forsetaefni repúblikana í kosningunum næsta haust. Obama hefur setið sjö ár í embættinu, og á rétt um ár eftir af seinna kjörtímabilinu. Samkvæmt stjórnarskrá geta forsetar Bandaríkjanna ekki verið nema tvö kjörtímabil í embætti. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Síðasta stefnuræða Baracks Obama snerist um framtíðina, frekar en að einblína á þau mál sem hann vildi helst geta lokið við síðasta ár sitt í embættinu. Hann lagði áherslu á að vekja bjartsýni meðal Bandaríkjamanna og draga úr ótta við umheiminn og óvini hvers konar. „Við skulum byrja á efnahagnum,“ sagði hann snemma í ræðu sinni, „og einni grundvallarstaðreynd: Bandaríkin eru einmitt núna með öflugasta og haldbesta hagkerfi veraldar.“ Síðan kom að hernaðarmálunum: „Bandaríkin eru valdamesta þjóð á jörðu,“ sagði forsetinn. „Við verjum meira fé í herinn en næstu átta ríki samanlagt. Hermenn okkar eru besta herlið í sögu heimsins. Engin þjóð dirfist að ráðast á okkur eða bandamenn okkar vegna þess að þær vita að það væri leiðin til glötunar.“ Hann sagðist meira að segja ætla að sjá til þess að Bandaríkin gætu fundið lækningu við krabbameini: „Í þágu ástvina sem við höfum öll misst, í þágu fjölskyldunnar sem við getum enn bjargað, þá skulum við gera Bandaríkin að því landi sem læknar krabbamein í eitt skipti fyrir öll.“ Í ræðunni skoraði Obama á þingið, sem hefur verið honum ákaflega andsnúið í flestum atriðum, að fallast á ýmis þau mál sem hann hefur lagt áherslu á. Þar má nefna lokun Guantanamo-fangabúðanna á Kúbu, en í fyrstu stefnuræðu sinni árið 2009 hét Obama því að loka þessum alræmdu fangabúðum. Þá skorar hann á þingið að gefa heimild til hernaðar gegn vígasveitum Daish-samtakanna í Sýrlandi og Írak. Enn fremur vonast hann til að geta sannfært þingið um að aflétta viðskiptabanni gegn Kúbu, sem hefur verið í gildi í meira en hálfa öld. Með ræðunni virðist hann vilja gefa tóninn fyrir forsetakosningarnar í nóvember á þessu ári, þegar Bandaríkjamenn velja arftaka hans. Andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum gáfu lítið fyrir ræðuna: „Þetta var afneitunaræða frekar en stefnuræða,“ sagði Ted Cruz, ríkisstjóri í Texas, sem sækist eftir því að verða forsetaefni repúblikana í kosningunum næsta haust. Obama hefur setið sjö ár í embættinu, og á rétt um ár eftir af seinna kjörtímabilinu. Samkvæmt stjórnarskrá geta forsetar Bandaríkjanna ekki verið nema tvö kjörtímabil í embætti.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira