Sænskur læknir ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2016 23:03 Læknirinn er sagður hafa dulbúið sig með þessum grímum á meðan hann ók með konuna meðvitundarlausa frá Stokkhólmi að býlinu á Skáni. Vísir/sænska lögreglan Sænskur læknir hefur verið ákærður fyrir að byrla konu ólyfjan, svipta hana frelsi og nauðga henni ítrekað í sérútbúnu byrgi sem hann hafði byggt við býli á Skáni í Svíþjóð. Er maðurinn sagður hafa ætlað að halda konunni í byrginu í nokkur ár en upp komst um málið þegar hann fór með konuna á lögreglustöð til að biðja lögregluna um að hætta leit að henni.Sænska dagblaðið Aftonbladet greinir frá því að læknirinn og konan hafi hist á heimili hennar í Stokkhólmi 12. september síðastliðinn þar sem hann á að hafa gefið henni súkkulaðihúðuð jarðarber. Í súkkulaðið hafði hann sett svefnlyfið Rohypnol.Hér má sjá svefnherbergið í byrginu.Sænska lögreglanHóf smíði á byrginu fyrir fimm árum Í ákæru lögreglunnar í Svíþjóð er maðurinn sagður hafa nauðgað konunni eftir að hún hafði misst meðvitund og síðan ekið með hana um 560 kílómetra leið að býli sem hann á rétt fyrir utan bæinn Kristianstad á Skáni. Er maðurinn sagður hafa notað grímur til að til að dulbúa sig, ýmist sem gömul kona eða skeggjaður karl, á meðan þessari bílferð stóð. Aftonbladet segir lækninn hafa komið konunni fyrir í byrgi þar sem hann hélt henni fanginni í viku og nauðgaði henni ítrekað. Læknirinn hóf smíði á byrginu fyrir um fimm árum og sagði konunni meðal annars að hann hefði hug á ræna fleiri konum og geyma þær þarna. Fyrir utan byrgið var garður sem var vel falinn utanaðkomandi með girðingu og var ætlaður sem útivistarsvæði fyrir þá sem hann hélt föngnum. Veggirnir á byrginu eru um 30 sentímetra þykkir en byrgið, sem er um 60 fermetrar að stærð, er búið svefnherbergi, salerni og eldhúsi.Grímurnar sem læknirinn notaði til að dulbúa sig.Sænska lögreglanTók sýni úr konunni Læknirinn er sagður hafa tekið blóðsýni úr konunni og einnig sýni úr leggöngum hennar til að ganga úr skugga að hún væri ekki smituð af kynsjúkdómum. Talið er að hann hafi neytt hana til að innbyrða getnaðarvarnapillur til að tryggja að hún yrði ekki barnshafandi. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð var konan annað hvort handjárnuð eða bundin á meðan hún var í haldi læknisins. Upp komst um málið þegar læknirinn ákvað að fara með konuna aftur til Stokkhólms svo hún gæti sótt sér föt og aðra persónulega muni. Þegar þangað var komið kom hins vegar í ljós að lögreglan hafði lýst eftir konunni og skipt um skrá á heimili hennar þannig að læknirinn og konan komust ekki inn.Hótaði henni með skammbyssu Læknirinn ákvað þá að fara með konuna á lögreglustöð í Stokkhólmi 18. september síðastliðinn þar sem hann skipaði henni að segja lögreglu að ekkert amaði að henni og það væri óhætt að hætta leitinni að henni. Til að tryggja að hún myndi fara eftir því sem hann sagði hafði læknirinn skammbyssu meðferðis og hótaði konunni að hún myndi hljóta verra af. Lögreglumennirnir sem tóku á móti þeim á lögreglustöðinni fóru hins vegar fram á að fá að ræða við konuna einslega. Kom þá sannleikurinn í ljós og læknirinn handtekinn í kjölfarið.Vinirnir slegnir „Við teljum að hann hafi ætlað að halda konunni þarna í nokkur ár,“ sagði saksóknarinn Peter Claeson við fjölmiðla í Svíþjóð um málið. „Við teljum einnig að hann hafi undirbúið þetta í nokkur ár.“ Vinir læknisins sem hafa rætt við fjölmiðla í Svíþjóð segjast vera slegnir vegna þessara fregna. Einn af nánum vinum hans sagði við Kristianstadsbladet læknirinn hefði verið hlédrægur en kurteis og hjálpsamur. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Sænskur læknir hefur verið ákærður fyrir að byrla konu ólyfjan, svipta hana frelsi og nauðga henni ítrekað í sérútbúnu byrgi sem hann hafði byggt við býli á Skáni í Svíþjóð. Er maðurinn sagður hafa ætlað að halda konunni í byrginu í nokkur ár en upp komst um málið þegar hann fór með konuna á lögreglustöð til að biðja lögregluna um að hætta leit að henni.Sænska dagblaðið Aftonbladet greinir frá því að læknirinn og konan hafi hist á heimili hennar í Stokkhólmi 12. september síðastliðinn þar sem hann á að hafa gefið henni súkkulaðihúðuð jarðarber. Í súkkulaðið hafði hann sett svefnlyfið Rohypnol.Hér má sjá svefnherbergið í byrginu.Sænska lögreglanHóf smíði á byrginu fyrir fimm árum Í ákæru lögreglunnar í Svíþjóð er maðurinn sagður hafa nauðgað konunni eftir að hún hafði misst meðvitund og síðan ekið með hana um 560 kílómetra leið að býli sem hann á rétt fyrir utan bæinn Kristianstad á Skáni. Er maðurinn sagður hafa notað grímur til að til að dulbúa sig, ýmist sem gömul kona eða skeggjaður karl, á meðan þessari bílferð stóð. Aftonbladet segir lækninn hafa komið konunni fyrir í byrgi þar sem hann hélt henni fanginni í viku og nauðgaði henni ítrekað. Læknirinn hóf smíði á byrginu fyrir um fimm árum og sagði konunni meðal annars að hann hefði hug á ræna fleiri konum og geyma þær þarna. Fyrir utan byrgið var garður sem var vel falinn utanaðkomandi með girðingu og var ætlaður sem útivistarsvæði fyrir þá sem hann hélt föngnum. Veggirnir á byrginu eru um 30 sentímetra þykkir en byrgið, sem er um 60 fermetrar að stærð, er búið svefnherbergi, salerni og eldhúsi.Grímurnar sem læknirinn notaði til að dulbúa sig.Sænska lögreglanTók sýni úr konunni Læknirinn er sagður hafa tekið blóðsýni úr konunni og einnig sýni úr leggöngum hennar til að ganga úr skugga að hún væri ekki smituð af kynsjúkdómum. Talið er að hann hafi neytt hana til að innbyrða getnaðarvarnapillur til að tryggja að hún yrði ekki barnshafandi. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð var konan annað hvort handjárnuð eða bundin á meðan hún var í haldi læknisins. Upp komst um málið þegar læknirinn ákvað að fara með konuna aftur til Stokkhólms svo hún gæti sótt sér föt og aðra persónulega muni. Þegar þangað var komið kom hins vegar í ljós að lögreglan hafði lýst eftir konunni og skipt um skrá á heimili hennar þannig að læknirinn og konan komust ekki inn.Hótaði henni með skammbyssu Læknirinn ákvað þá að fara með konuna á lögreglustöð í Stokkhólmi 18. september síðastliðinn þar sem hann skipaði henni að segja lögreglu að ekkert amaði að henni og það væri óhætt að hætta leitinni að henni. Til að tryggja að hún myndi fara eftir því sem hann sagði hafði læknirinn skammbyssu meðferðis og hótaði konunni að hún myndi hljóta verra af. Lögreglumennirnir sem tóku á móti þeim á lögreglustöðinni fóru hins vegar fram á að fá að ræða við konuna einslega. Kom þá sannleikurinn í ljós og læknirinn handtekinn í kjölfarið.Vinirnir slegnir „Við teljum að hann hafi ætlað að halda konunni þarna í nokkur ár,“ sagði saksóknarinn Peter Claeson við fjölmiðla í Svíþjóð um málið. „Við teljum einnig að hann hafi undirbúið þetta í nokkur ár.“ Vinir læknisins sem hafa rætt við fjölmiðla í Svíþjóð segjast vera slegnir vegna þessara fregna. Einn af nánum vinum hans sagði við Kristianstadsbladet læknirinn hefði verið hlédrægur en kurteis og hjálpsamur.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira