Sænskur læknir ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2016 23:03 Læknirinn er sagður hafa dulbúið sig með þessum grímum á meðan hann ók með konuna meðvitundarlausa frá Stokkhólmi að býlinu á Skáni. Vísir/sænska lögreglan Sænskur læknir hefur verið ákærður fyrir að byrla konu ólyfjan, svipta hana frelsi og nauðga henni ítrekað í sérútbúnu byrgi sem hann hafði byggt við býli á Skáni í Svíþjóð. Er maðurinn sagður hafa ætlað að halda konunni í byrginu í nokkur ár en upp komst um málið þegar hann fór með konuna á lögreglustöð til að biðja lögregluna um að hætta leit að henni.Sænska dagblaðið Aftonbladet greinir frá því að læknirinn og konan hafi hist á heimili hennar í Stokkhólmi 12. september síðastliðinn þar sem hann á að hafa gefið henni súkkulaðihúðuð jarðarber. Í súkkulaðið hafði hann sett svefnlyfið Rohypnol.Hér má sjá svefnherbergið í byrginu.Sænska lögreglanHóf smíði á byrginu fyrir fimm árum Í ákæru lögreglunnar í Svíþjóð er maðurinn sagður hafa nauðgað konunni eftir að hún hafði misst meðvitund og síðan ekið með hana um 560 kílómetra leið að býli sem hann á rétt fyrir utan bæinn Kristianstad á Skáni. Er maðurinn sagður hafa notað grímur til að til að dulbúa sig, ýmist sem gömul kona eða skeggjaður karl, á meðan þessari bílferð stóð. Aftonbladet segir lækninn hafa komið konunni fyrir í byrgi þar sem hann hélt henni fanginni í viku og nauðgaði henni ítrekað. Læknirinn hóf smíði á byrginu fyrir um fimm árum og sagði konunni meðal annars að hann hefði hug á ræna fleiri konum og geyma þær þarna. Fyrir utan byrgið var garður sem var vel falinn utanaðkomandi með girðingu og var ætlaður sem útivistarsvæði fyrir þá sem hann hélt föngnum. Veggirnir á byrginu eru um 30 sentímetra þykkir en byrgið, sem er um 60 fermetrar að stærð, er búið svefnherbergi, salerni og eldhúsi.Grímurnar sem læknirinn notaði til að dulbúa sig.Sænska lögreglanTók sýni úr konunni Læknirinn er sagður hafa tekið blóðsýni úr konunni og einnig sýni úr leggöngum hennar til að ganga úr skugga að hún væri ekki smituð af kynsjúkdómum. Talið er að hann hafi neytt hana til að innbyrða getnaðarvarnapillur til að tryggja að hún yrði ekki barnshafandi. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð var konan annað hvort handjárnuð eða bundin á meðan hún var í haldi læknisins. Upp komst um málið þegar læknirinn ákvað að fara með konuna aftur til Stokkhólms svo hún gæti sótt sér föt og aðra persónulega muni. Þegar þangað var komið kom hins vegar í ljós að lögreglan hafði lýst eftir konunni og skipt um skrá á heimili hennar þannig að læknirinn og konan komust ekki inn.Hótaði henni með skammbyssu Læknirinn ákvað þá að fara með konuna á lögreglustöð í Stokkhólmi 18. september síðastliðinn þar sem hann skipaði henni að segja lögreglu að ekkert amaði að henni og það væri óhætt að hætta leitinni að henni. Til að tryggja að hún myndi fara eftir því sem hann sagði hafði læknirinn skammbyssu meðferðis og hótaði konunni að hún myndi hljóta verra af. Lögreglumennirnir sem tóku á móti þeim á lögreglustöðinni fóru hins vegar fram á að fá að ræða við konuna einslega. Kom þá sannleikurinn í ljós og læknirinn handtekinn í kjölfarið.Vinirnir slegnir „Við teljum að hann hafi ætlað að halda konunni þarna í nokkur ár,“ sagði saksóknarinn Peter Claeson við fjölmiðla í Svíþjóð um málið. „Við teljum einnig að hann hafi undirbúið þetta í nokkur ár.“ Vinir læknisins sem hafa rætt við fjölmiðla í Svíþjóð segjast vera slegnir vegna þessara fregna. Einn af nánum vinum hans sagði við Kristianstadsbladet læknirinn hefði verið hlédrægur en kurteis og hjálpsamur. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Sænskur læknir hefur verið ákærður fyrir að byrla konu ólyfjan, svipta hana frelsi og nauðga henni ítrekað í sérútbúnu byrgi sem hann hafði byggt við býli á Skáni í Svíþjóð. Er maðurinn sagður hafa ætlað að halda konunni í byrginu í nokkur ár en upp komst um málið þegar hann fór með konuna á lögreglustöð til að biðja lögregluna um að hætta leit að henni.Sænska dagblaðið Aftonbladet greinir frá því að læknirinn og konan hafi hist á heimili hennar í Stokkhólmi 12. september síðastliðinn þar sem hann á að hafa gefið henni súkkulaðihúðuð jarðarber. Í súkkulaðið hafði hann sett svefnlyfið Rohypnol.Hér má sjá svefnherbergið í byrginu.Sænska lögreglanHóf smíði á byrginu fyrir fimm árum Í ákæru lögreglunnar í Svíþjóð er maðurinn sagður hafa nauðgað konunni eftir að hún hafði misst meðvitund og síðan ekið með hana um 560 kílómetra leið að býli sem hann á rétt fyrir utan bæinn Kristianstad á Skáni. Er maðurinn sagður hafa notað grímur til að til að dulbúa sig, ýmist sem gömul kona eða skeggjaður karl, á meðan þessari bílferð stóð. Aftonbladet segir lækninn hafa komið konunni fyrir í byrgi þar sem hann hélt henni fanginni í viku og nauðgaði henni ítrekað. Læknirinn hóf smíði á byrginu fyrir um fimm árum og sagði konunni meðal annars að hann hefði hug á ræna fleiri konum og geyma þær þarna. Fyrir utan byrgið var garður sem var vel falinn utanaðkomandi með girðingu og var ætlaður sem útivistarsvæði fyrir þá sem hann hélt föngnum. Veggirnir á byrginu eru um 30 sentímetra þykkir en byrgið, sem er um 60 fermetrar að stærð, er búið svefnherbergi, salerni og eldhúsi.Grímurnar sem læknirinn notaði til að dulbúa sig.Sænska lögreglanTók sýni úr konunni Læknirinn er sagður hafa tekið blóðsýni úr konunni og einnig sýni úr leggöngum hennar til að ganga úr skugga að hún væri ekki smituð af kynsjúkdómum. Talið er að hann hafi neytt hana til að innbyrða getnaðarvarnapillur til að tryggja að hún yrði ekki barnshafandi. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð var konan annað hvort handjárnuð eða bundin á meðan hún var í haldi læknisins. Upp komst um málið þegar læknirinn ákvað að fara með konuna aftur til Stokkhólms svo hún gæti sótt sér föt og aðra persónulega muni. Þegar þangað var komið kom hins vegar í ljós að lögreglan hafði lýst eftir konunni og skipt um skrá á heimili hennar þannig að læknirinn og konan komust ekki inn.Hótaði henni með skammbyssu Læknirinn ákvað þá að fara með konuna á lögreglustöð í Stokkhólmi 18. september síðastliðinn þar sem hann skipaði henni að segja lögreglu að ekkert amaði að henni og það væri óhætt að hætta leitinni að henni. Til að tryggja að hún myndi fara eftir því sem hann sagði hafði læknirinn skammbyssu meðferðis og hótaði konunni að hún myndi hljóta verra af. Lögreglumennirnir sem tóku á móti þeim á lögreglustöðinni fóru hins vegar fram á að fá að ræða við konuna einslega. Kom þá sannleikurinn í ljós og læknirinn handtekinn í kjölfarið.Vinirnir slegnir „Við teljum að hann hafi ætlað að halda konunni þarna í nokkur ár,“ sagði saksóknarinn Peter Claeson við fjölmiðla í Svíþjóð um málið. „Við teljum einnig að hann hafi undirbúið þetta í nokkur ár.“ Vinir læknisins sem hafa rætt við fjölmiðla í Svíþjóð segjast vera slegnir vegna þessara fregna. Einn af nánum vinum hans sagði við Kristianstadsbladet læknirinn hefði verið hlédrægur en kurteis og hjálpsamur.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira