Erlent

Gert skylt að útvega gísl

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mohammed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja.
Mohammed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja. Fréttablaðið/EPA
Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja en núverandi fangi, fær ekki að fara til Bretlands til að undirgangast skurðaðgerð nema hann útvegi ættingja sinn í gíslingu á meðan.

Ættinginn yrði þá hnepptur í fangelsi ef Nasheed kæmi ekki til baka frá Bretlandi.

Stjórn landsins var búin að samþykkja að Nasheed fengi 30 daga frí úr fangelsinu til að leita sér lækninga, en á síðustu stundu var ákveðið að setja þetta skilyrði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.