Erlent

Glenn Frey er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Glenn Frey á tónleikum í Sidney.
Glenn Frey á tónleikum í Sidney. Vísir/Getty
Gítarleikarinn Glenn Frey, sem stofnaði hljómsveitina Eagles er látinn. Hann var 67 ára gamall og lést vegna veikinda í New York í dag. Meðlimir Eagles tilkynntu þetta skömmu eftir klukkan tíu í kvöld. Frey hafði glímt við veikindi undanfarnar vikur.

„Orð geta hvorki lýst sorg okkar né ást okkar og virðingu fyrir öllu því sem hann gaf okkur, fjölskyldu sinni, tónlistinni og milljónum aðdáenda um heim allan,“ segir í tilkynningu frá Eagles.

Eagles var ein vinsælasta hljómsveit heims á áttunda áratugnum. Þeir eru hvað þekktastir fyrir lagið Hotel California, sem Frey samdi að hluta til. Hann samdi nokkur af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar.

It is with the heaviest of hearts that we announce the passing of our comrade, Eagles founder, Glenn Frey, in New York...

Posted by Eagles on Monday, January 18, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×