Merkel vill allt upp á borðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. janúar 2016 07:00 „Sýnið okkur virðingu! Við erum ekki sjálfgefin bráð, jafnvel þótt við séum naktar,“ stendur á þessu skilti sem gjörningalistakonan Milo Moire hélt á í gær við dómkirkjuna í Köln. Nordicphotos/AFP Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira