Merkel vill allt upp á borðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. janúar 2016 07:00 „Sýnið okkur virðingu! Við erum ekki sjálfgefin bráð, jafnvel þótt við séum naktar,“ stendur á þessu skilti sem gjörningalistakonan Milo Moire hélt á í gær við dómkirkjuna í Köln. Nordicphotos/AFP Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira