Merkel vill allt upp á borðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. janúar 2016 07:00 „Sýnið okkur virðingu! Við erum ekki sjálfgefin bráð, jafnvel þótt við séum naktar,“ stendur á þessu skilti sem gjörningalistakonan Milo Moire hélt á í gær við dómkirkjuna í Köln. Nordicphotos/AFP Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira