Íslenski boltinn

ÍBV og ÍA með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Heiðar var á skotskónum í dag.
Gunnar Heiðar var á skotskónum í dag. vísir/pjetur

ÍBV og ÍA unnu leiki sína í Fótbolta.net mótinu, en tveir leikir fóru fram í mótinu í dag. Mótið hófst í gær með stórleik KR og FH, en KR vann þar dramatískan sigur.

ÍA vann 3-1 sigur á nýliðum Pepsi-deildarinnar, Þrótti, á Skaganum. Hilmar Ástþórsson kom Þrótti yfir, en Jón Vilhelm Ákason jafnaði fyrir hlé.

Það virtist stefna í jafntefli, en Skagamenn voru ekki á því. Þeir Arnar Már Guðjónsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu sitt hvort markið í uppbótartíma og lokatölur 3-1.

Í Fífunni tapaði silfurliðið frá því í fyrra, Breiðablik, 2-0 gegn ÍBV. Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Benedikt Októ Bjarnason skoruðu mörkin, en bæði komu þau í fyrri hálfleik.

Úrslit um markaskorara eru fengin frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.